fbpx
Sunnudagur 12.janúar 2025
Eyjan

Þórunn segir að brotið sé á mannréttindum eldra fólks – „Ald­urs­for­dóm­ar eiga ekki að vera til“

Bjarki Sigurðsson
Þriðjudaginn 18. maí 2021 10:00

Svandís Svavarsdóttir, Þuríður Harpa Sigurðardóttir og Þórunn Sveinbjörnsdóttir fyrir miðri mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið af eldra fólki hefur misst vinnuna vegna efnahagslegra afleiðinga Covid-19 og gengur mörgum brösulega að fá vinnu á ný. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, er mjög ósátt við atvinnurekendur þar sem fáir vilja ráða eldra fólk til vinnu.

„Það er nú svo að í okk­ar góða landi eru víða mann­rétt­inda­brot. Vert er að fjalla um eitt þeirra sem snýr að starfs­lok­um fólks á vinnu­markaði. Ótal­inn fjöldi kvenna og karla hef­ur misst vinnu löngu fyr­ir töku líf­eyr­is. Hvað tek­ur þá við? Jú, þrauta­ganga á at­vinnu­leys­is­bót­um og mar­g­end­ur­tekn­ar um­sókn­ir um at­vinnu,“ segir Þórunn í pistil í Morgunblaðinu.

Þórunn segir að umsóknum eldra fólks um atvinnu sé sjaldan svarað og að þeim sé nánast aldrei boðið í viðtal. Að hennar sögn eru fimmti og sjötti stafur kennitölu þeirra sökudólgurinn.

„Ekki er skoðuð færni, hæfni og reynsla. Þetta upp­lif­ir fólk sem mikla höfn­un og niður­læg­ingu. Hvað er að á vinnu­markaðnum? Hér er um að ræða fólk sem mæt­ir alltaf og er heill reynslu­brunn­ur í sinni starfs­grein. Við þurf­um nýja ráðning­ar­stofu með nýj­ar hug­mynd­ir um mannauð sem sér­hæf­ir sig í þess­um mannauði og hvernig best er að vekja fólk til meðvit­und­ar um tapið sem at­vinnu­lífið verður fyr­ir,“ segir Þórunn.

Hún segir lang flesta gera ráð fyrir því að vinna til 70 ára aldurs en hátt í 20% vilja vinna lengur en það.

„At­vinnu­sköp­un með miðaldra fólk í huga er væn­leg­ur kost­ur og ætti líka að hvetja sprota­fyr­ir­tæki til að huga að þeim mannauði sem í eldra fólki býr. Í ný­sköp­un í mat­vælaiðnaði hafa verið tekn­ar fram gaml­ar upp­skrift­ir og eru marg­ar þeirra að gera það gott. Eitt skemmti­legt dæmi um hvernig hjóna­bands­sæl­an og randalín­an urðu að sparikaffimeðlæti. Ég tala nú ekki um pönnu­kök­urn­ar, sem all­ar ömm­ur eru beðnar um,“ segir Þórunn en víða erlendis vinnur eldra fólk hluta dags, þá ekki í fullu starfi.

„Landssamband eldri borgara tel­ur að það sé mann­rétt­inda­brot að hafna fólki vegna ald­urs. Ald­urs­for­dóm­ar eiga ekki að vera til. Lög um end­ur­nýj­un öku­skír­teina eru eitt dæmi um for­dóma; göm­ul lög þegar fólk um sjö­tugt var líkt og fólk er í dag um átt­rætt. Við lif­um leng­ur og get­um æði margt mun leng­ur en for­eldr­ar okk­ar. Dan­ir hafa aflagt sam­bæri­leg­ar regl­ur og hér eru um end­ur­nýj­un öku­skír­teina. Kostnaður fyr­ir sam­fé­lagið er mik­ill; lækn­is­ferð og ferð til sýslu­manns, eina sem hef­ur batnað er að ekki þarf mynd í hvert sinn,“ segir Þórunn og skorar á stjórnvöld að aflétta þessu kerfi.

Hún segir marga ekki vita að það þurfi nýtt ökuskírteini.

„Eng­inn er að skoða svo gam­alt próf, sem get­ur verið 53 ára gam­alt. Var ein­hvern tíma á þess­um 53 árum boðið upp á end­ur­mennt­un? Nei, en lít­il til­raun var gerð fyr­ir nokkr­um árum í öku­end­ur­hæf­ingu með sam­göngu­stofu. Það nám­skeið líkaði mjög vel og þarf að taka upp að nýju,“ segir Þórunn að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir fréttir af fylgistapi Flokks fólksins stórlega ýktar því Maskína og fjölmiðlar gleymi mikilvægri staðreynd

Segir fréttir af fylgistapi Flokks fólksins stórlega ýktar því Maskína og fjölmiðlar gleymi mikilvægri staðreynd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Katrín, Reimar og Salvör endurvekja félag frá sjötta áratugnum

Katrín, Reimar og Salvör endurvekja félag frá sjötta áratugnum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Íbúar í áfalli og vilja fella ferlíkið – „Valdníðslan“ sérlega óprúttin í ljósi þess hverjir búa við Árskóga

Íbúar í áfalli og vilja fella ferlíkið – „Valdníðslan“ sérlega óprúttin í ljósi þess hverjir búa við Árskóga
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Þankar um aga og uppeldi

Björn Jón skrifar: Þankar um aga og uppeldi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Svandísi líta framhjá mikilvægu atriði sem átt hafi þátt í falli VG

Segir Svandísi líta framhjá mikilvægu atriði sem átt hafi þátt í falli VG