fbpx
Fimmtudagur 25.júlí 2024
Eyjan

Þorbjörg Sigríður – „Kannski er þetta einhver sem þær þekkja, þykir vænt um eða eru jafnvel skotnar í“

Erla Hlynsdóttir
Föstudaginn 14. maí 2021 18:00

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, er í helgarviðtali DV. Hér er brot úr viðtalinu sem birtist á dv.is í heild sinni í fyrramálið. 

Í meistararitgerð sinni í lögfræði skoðaði hún til að mynda hvernig nauðgun hefur verið skilgreind í lögum frá upphafi.

„Fyrstu hegningarlögin okkar eru frá 1869. Þar er skýrt að nauðgun varðar við refsingu en þar kom líka skýrt fram að ef það var óorð á konu þá megi lækka refsingu um allt að helming. Þarna kemur mjög skýrt fram sú hugmynd að við nauðgun verði ákveðið tjón en það tjón sé í því fólgið að konan sem er brotið á sé minna virði á eftir.

Það voru síðan gerðar breytingar á hegningarlögum en mér fannst svo undarlegt að nauðgun væri fyrst og fremst skilgreind út frá því hvernig nauðgunin væri framin. Frekar en að áherslan væri á að brotið hefði verið gegn kynfrelsi viðkomandi var þunginn allur á því hvernig nauðgunin var framin,  hvort nauðguninni fylgdi svona ofbeldi eða hinsegin, hvort verið væri að misnota sér þroska eða andlegt ástand þolanda. Í nauðgunarákvæðið sjálft hreinlega vantaði grundvallarhugtök sem þó eru almennt  til grundvallar í löggjöf, eins og frelsi, sjálfstæði og friðhelgi.“

Eftir stofnun Viðreisnar og þegar Jón Steindór Valdimarsson settist á þing hafði hann samband við Þorbjörgu og saman unnu þau frumvarp um breytingu á nauðgunarákvæðinu þar sem krafa um samþykki er sett í forgrunn og að án samþykkis sé um nauðgun að ræða. Þessi breyting varð að lögum árið 2018 og markaði mikil tímamót.

Hún man þó vel eftir umræðu um að varhugavert væri að fara þessa leið og einhverjir sneru út úr með spurningum á borð við hvort nú þurfi ekki hreinlega að þinglýsa skriflegu samþykki fyrir samfarir því annars megi menn eiga von á því hvenær sem er að vera sakaðir um nauðgun.

„Þetta er grundvallarbreyting á því hvernig við nálgumst nauðgun út frá lagabókstafnum. Ég held að þetta sendi líka mikilvæg skilaboð út í samfélagið um hvernig við nálgumst kynlíf og mörk, að það þarf að fá já. Það er algengt stef í framburði , sérstaklega þar sem gerandi og þolandi eru ungt fólk, að maðurinn segi að konan eða stelpan  hafi aldrei sagt nei. En þegar nánar er spurt hvað hafi gefið honum til kynna að þolandi hafi verið samþykk koma lýsingar sem ég held að allt samfélagið í dag kannist við. Konur og stelpur, því oftast eru þetta konur, segjast hafa upplifað hræðslu, ótta og vantrú á því sem var að gerast. Kannski er þetta einhver sem þær þekkja, þykir vænt um eða eru jafnvel skotnar í, og síðan tekur við þessi óraunverulega atburðarás. Þær segja: Ég bara fraus. Þeir segja: Hún sagði aldrei nei. Ég held að krafan um samþykki hafi jákvæð áhrif, ekki bara í dómsalnum heldur ekki síst úti í samfélaginu.“

Viðtalið birtist í heild sinni hér á vefnum í fyrramálið og verður aðgengilegt bæði í hefðbundinni textaútgáfu sem og umbrotið á PDF-formi. Ókeypis – fyrir alla. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur segir freistingar hjá stjórnmálafólki að breikka gjá milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar

Dagur segir freistingar hjá stjórnmálafólki að breikka gjá milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: VG út og Samfylking inn eða hrein vinstri stjórn nema miðjuflokkarnir bæti stöðu sína

Þorsteinn Pálsson: VG út og Samfylking inn eða hrein vinstri stjórn nema miðjuflokkarnir bæti stöðu sína
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum