fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Eyjan

Þetta hefur Áslaug Arna að segja eftir að #ÉgTrúi myndbandið var fjarlægt

Erla Hlynsdóttir
Föstudaginn 14. maí 2021 12:34

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra telur það ekki hafa verið mistök af hennar hálfu að taka þátt í myndbandinu #Égtrúi. Þetta kemur fram á Vísir.is.

Myndbandið, sem var á vegum hlaðvarpsins Eigin Konur, var birt á miðvikudag en þar stigu nokkrir þjóðþekktir Íslendingar fram og lýstu yfir stuðningi við þolendur ofbeldis.

Edda Falak og Fjóla Sigurðardóttir, þáttastjórnendur Eigin Kvenna,tóku myndbandið niður í gær eftir að konur höfðu sagt þeim að í myndbandinu væru menn sem höfðu farið fyrir mörkin þeirra.

Nú hafa tveir karlmenn, sem tóku þátt í myndbandinu, stigið fram og viðurkennt að þeir hefðu báðir farið yfir mörk kvenna. Þetta eru þeir Magnús Sigurbjörnsson, stafrænn ráðgjafi og bróðir Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra, og Pálmar Ragnarsson, fyrirlesari og rithöfundur,

Myndbandið hefur einnig verið gagnrýnt vegna þátttöku Áslaugar Örnu dómsmálaráðherra. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt Áslaugu Örnu er Sema Erla Serdar, baráttukona fyrir flóttafólk.

Fréttamaður Vísis innir Áslaugu eftir áliti hennar á því að myndbandið hafi verið tekið úr birtingu og svarið er: „Ég hef ekki skoðun á því.“

Þá spyr fréttamaður Vísis ennfremur hvort það sé við hæfi að æðsti yfirmaður dómsmála taki afstöðu með þeim hætti sem Áslaug gerði í myndbandinu, og hún svarar: „Ég tók bara afstöðu með því að styðja þær vinkonur mínar og þolendur sem hafa stigið fram í að segja sína sögu.“

Tveir landsþekktir karlmenn í #ÉgTrúi-myndbandinu viðurkenna að hafa farið yfir mörk – Dómsmálaráðherra harðlega gagnrýndur fyrir sína þátttöku

 

Þjóðþekktir Íslendingar stíga fram og lýsa yfir stuðningi við þolendur

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
EyjanFastir pennar
Í gær

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Eldri kírópraktorstöð Gumma Kíró úrskurðuð gjaldþrota

Eldri kírópraktorstöð Gumma Kíró úrskurðuð gjaldþrota
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Brynjar átti ekkert mótsvar á Grund

Brynjar átti ekkert mótsvar á Grund