fbpx
Sunnudagur 12.janúar 2025
Eyjan

Fyrsta transkonan sem verður forseti borgarstjórnar – „Ég lofa ykkur og barninu sem ég var að ég mun sinna starfinu vel“

Erla Hlynsdóttir
Föstudaginn 14. maí 2021 13:25

Alexandra Briem

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alexandra Briem verður næsti forseti borgarstjórnar Reykjavíkur. Alexandra tekur formlega við embætti forseta í lok næsta fundar borgarstjórnar, þriðjudaginn 18. maí, og verður þar með fyrsta transkonan í sögunni til að gegna embættinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pírötum.

Pawel Bartozek, sem hefur verið forseti borgarstjórnar frá 18. júní 2019, tekur við formennsku í skipulags- og samgönguráði en fyrrverandi formaður ráðsins, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, sagði skilið við stjórnmálin í upphafi mánaðar. Alexandra skipaði þriðja sæti á lista Pírata fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar og hefur gegnt stöðu varaborgarfulltrúa á kjörtímabilinu. Það sem eftir lifir kjörtímabils tekur Alexandra sæti borgarfulltrúa í stað Sigurborgar.

Alexandra Briem er þriðji forseti borgarstjórnar á kjörtímabilinu. Þegar nýr meirihluti var kynntur í júní 2018 var tilkynnt að Dóra Björt Guðjónsdóttir yrði forseti borgarstjórnar fyrsta árið, áður en Pawel tæki við embættinu. Með brotthvarfi Sigurborgar um mánaðamótin var talið einsýnt að Pawel yrði formaður skipulags- og samgönguráðs, hvar hann hefur verið varaformaður á kjörtímabilinu, og að Alexandra tæki við stöðu forseta borgarstjórnar í hans stað.

Alexandra skrifaði færslu á Facebook um vistaskiptin, sem má nálgast hér.

Í færslunni segir Alexandra meðal annars:

„Ég er fyrsta transkonan sem tekur sæti sem borgarfulltrúi og sem forseti borgarstjórnar og það er jú sögulegt og mikilvægt. Alveg eins og það var mikilvægt að Dóra Björt var yngsti forseti borgarstjórnar, og það var mikilvægt að Pawel var fyrsti forseti borgarstjórnar sem kom til Íslands sem innflytjandi.
Síðan ég var barn og kom í Ráðhúsið að heimsækja ömmu Sylvíu í vinnuna í móttökunni, hef ég verið heilluð af þessu starfi og þessu húsi. Ég hef örugglega verið eina tíu ára barnið sem bað um að fá að koma og horfa á borgarstjórnarfund, og það blundaði alltaf í mér að þetta væri eitthvað mikilvægt. Eitthvað sem þyrfti að gera vel og af heilindum og eitthvað sem ég yrði stolt af ef mér gæfist tækifæri til. Nú hefur mér gefist þetta tækifæri og ég lofa ykkur og barninu sem ég var að ég mun sinna starfinu vel og af heilindum, fyrir hönd íbúa borgarinnar.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir fréttir af fylgistapi Flokks fólksins stórlega ýktar því Maskína og fjölmiðlar gleymi mikilvægri staðreynd

Segir fréttir af fylgistapi Flokks fólksins stórlega ýktar því Maskína og fjölmiðlar gleymi mikilvægri staðreynd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Katrín, Reimar og Salvör endurvekja félag frá sjötta áratugnum

Katrín, Reimar og Salvör endurvekja félag frá sjötta áratugnum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Íbúar í áfalli og vilja fella ferlíkið – „Valdníðslan“ sérlega óprúttin í ljósi þess hverjir búa við Árskóga

Íbúar í áfalli og vilja fella ferlíkið – „Valdníðslan“ sérlega óprúttin í ljósi þess hverjir búa við Árskóga
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Þankar um aga og uppeldi

Björn Jón skrifar: Þankar um aga og uppeldi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Svandísi líta framhjá mikilvægu atriði sem átt hafi þátt í falli VG

Segir Svandísi líta framhjá mikilvægu atriði sem átt hafi þátt í falli VG