fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Eyjan

Baldur skilur Kolbein Proppé og hefur samúð með honum – „Grimmlynt fólk og illa innrætt sem ekki hefur samúð“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 14. maí 2021 14:40

Mynd/Samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég skil Kolbein og hef samúð með honum. Ég les milli línanna að hann hafi einhvern tíma á lífsleiðinni, sennilega í bernsku, mátt þola mikil áföll, höfnun og ranglæti og það hefur skaddað sálarlíf hans.“

Þetta segir Baldur Hermannsson, fyrrverandi framhaldsskólakennari og þáttagerðamaður, á Facebook-síðu sinni en Baldur hefur reglulega vakið athygli fyrir skoðanir sínar sem eru yfirleitt nokkuð umdeildar. Eiríkur Jónsson vakti athygli á færslu Baldurs á vefsíðu sinni en færslan fjallar um Kolbein Óttarsson Proppé, þingman Vinstri grænna.

Kolbeinn dró framboð sitt til baka á dögunum. Hann sagðist hafa gert það eftir að #MeToo umræðan fór að vekja hann til umhugsunar. Þá sagðist Kolbeinn hafa komið illa fram við konur. Undanfarið hafa birst í lokuðum hópum á samfélagsmiðlum ásakanir á hendur Kolbeini Óttarssyni Proppé, þingmanni VG, um ámælisverða framkomu við konur.

Kolbeinn greindi frá ákvörðun sinni á Facebook-síðu sinni. „Nú er mikil og þörf bylgja í gangi þar sem konur segja frá. Það er aðdáunarvert að þær geri það og ég vona innilega að gott komi út úr því,“ sagði Kolbeinn.

„Á dögunum var leitað til fagráðs VG með kvartanir vegna hegðunar minnar. Það ferli sem þá fór af stað opnaði augu mín fyrir því að ýmislegt hefur verið ábótavant í minni hegðun. Ég ákvað engu að síður að gefa kost á mér í forvali Vinstri grænna í Reykjavík. Umræða undanfarinna daga hefur hins vegar gert það að verkum að ég hef endurskoðað þá ákvörðun.“

„Fátt við því að gera“

Baldur segir að það sé grimmlynt fólk og illa inrætt sem ekki hefur samúð með manni eins og Kolbeini. „Áður hefur hann greint frá ofdrykkju sinni, óreiðu og gjaldþroti. Hann treystir ekki konum og getur ekki myndað djúpt og varanlegt samband þótt hann dauðlangi til þess. Það er grimmlynt fólk og illa innrætt sem ekki hefur samúð með manni sem svona er ástatt fyrir,“ segir hann í færslunni.

„Minnumst þess að konur eru í aðra röndina geysi harðlyndar. Þótt þær ausi af nægtabrunnum blíðunnar yfir spengilega fótboltagarpa, rokkstjörnur og auðkýfinga, eru þær að sama skapi sparar á ástina við þá sem eiga á brattann að sækja … ljótir menn og leiðinlegir, feitlagnir, lágvaxnir, blankir, feimnir og vandræðalegir, sköllóttir, nærsýnir, málstirðir, haltir og andfúlir sæta harðneskjulegri höfnun kvenna alla ævi, enginn vorkennir þeim og þeir bera harm sinn í hljóði.“

Að lokum segir Baldur að það sé gangur lífsins að kynin komi illa fram við hvort annað. „Karlmenn koma illa fram við konur og konur koma illa fram við karlmenn … sá er nú bara gangur lífsins og fátt við því að gera.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla búin að senda Trump heillaóskir

Halla búin að senda Trump heillaóskir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar