fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Eyjan

Brynjar telur að dagar ÁTVR séu senn taldir

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 13. maí 2021 12:22

Ljósmynd: Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkuð er kroppað í einkaleyfi ÁTRV á áfengissölu. Dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp sem veitir brugghúsum leyfi til að selja eigin framleiðslu og nýlega hafa gert sig gildandi aðilar sem selja áfengi í netsölu með hýsingu vefverslunar erlendis.

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að dauðastríð ÁTVR sem einokunarverslunar í sölu áfengis, sé hafið. Íslendingar hafi hins vegar lengi haft einokunarblæti og óttist það mest að einkaaðilar gætu grætt á því sem ríkið hefur áður haft einkaleyfi á. Nýr pistill Brynjars um málið er eftirfarandi:

„Nú er dauðastríð ÁTVR sem einokunarverslunar á sölu áfengis hafið. Við Íslendingar höfum verið miklir ríkiseinokunarsinnar alveg frá því að við vorum með ríkiseinokun á sölu á síld þegar við urðum sjálfstæð þjóð. Venjulega verið mjög kvalarfullt fyrir stóran hóp landsmanna í hvert sinn sem einokun hefur verið aflétt. Sumir eru ekki enn búnir að ná fullum bata eftir að ríkiseinokun á ljósvakamiðlum var aflétt.

Ástæður fyrir þessu ríkiseinokunarblæti eru nokkrar. Algengust er óþol margra yfir því að einhver geti hagnast enda litið svo á að hagnaður sé á kostnað allra hinna. Þeir sömu, og margir aðrir, halda einnig að lýðheilsa þjóðarinnar og menning hennar sé í hættu ef aðrir en ríkisstarfsmenn sinni þjónustunni. Á hinu háa Alþingi eru menn enn fastir í þessari úreldu hugmyndafræði þótt meðalaldur á þinginu hafi aldrei verið lægri.“

https://www.facebook.com/brynjar.nielsson/posts/1947087892122381

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla búin að senda Trump heillaóskir

Halla búin að senda Trump heillaóskir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar