Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, fer er ekki sáttur með Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Morgunblaðið og Fréttablaðið. Kjarninn hafði reynt að fá eintak af skýrslu sem ráðuneytið kynnti á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun en fengu neitun.
Skýrslan fjallar um stöðu og horfur í sjávarútvegi og fiskeldi en í morgun birtist umfjöllun um innihald hennar í öðrum fjölmiðlum.
„Í morgun las ég svona umfjöllun um innihald hennar í Morgunblaðinu, dagblaði að uppistöðu í eigu útgerðarinnar, og viðskiptakálfi Fréttablaðsins,“ skrifar Þórður á Facebook-síðu sína og skýtur á ríkisstjórnina.
„En hagsmunahóparnir sem stýra Íslandi. Það kannast enginn ráðherra við þá.“
Í ritstjórnargrein sem birtist í Morgunblaðinu í gær voru Samfylkingin og Viðreisn gagnrýnd fyrir viðhorf sitt gagnvart sjávarútveginum.
Fyrirtækið Þórsmörk ehf. á 99% hlut í Árvakur hf. sem gefur út Morgunblaðið. Stærsti eigandi Þórsmörk ehf. er Íslenskar sjávarafurðir ehf. með 19,45% hlut en einnig á fyrirtækið Ramses II ehf. stóran hlut eða 13,41%. Eigandi þessi fyrirtækis er Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Aðrir eigendur með hlut stærri en 10% eru Hlynur A ehf. og Legalis sf..
https://www.facebook.com/thordursnaerjuliusson/posts/10157594011375518