fbpx
Sunnudagur 12.janúar 2025
Eyjan

Dóra svarar fullum hálsi – „Þá verða þau voðalega móðguð og sár sem er klassískt fyrir Sjálfstæðisflokkinn“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 12. maí 2021 12:37

Dóra Björt Guðjónsdóttir Mynd: Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, gefur lítið fyrir gagnrýnisraddir sem segja hana hafa gengið fram með fúkyrðaflaum og mannfyrirlitningu gegn Sjálfstæðismönnum á fundi borgarstjórnar í gær.

Fyrr í dag skrifaði Hildur Björnsdóttir harðorða færslu á Facebook um framkomu Dóru í gær og sagði hana ekkert hafa fjallað um þau málefni sem fyrir fundinum lágu, þá helst ársreikning borgarinnar, heldur hafa frekar nýtt ræðutíma sinn til að formæla Sjálfstæðismönnum.

Dóra hefur nú sjálf birt færslu þar sem hún stendur með sjálfri sér og segist alvön því að vera kölluð óviðeigandi.

„Nú gengur yfir bylgja í kommentakerfum og á samfélagsmiðlum þar sem ég er sögð hafa verið ofsalega óviðeigandi með orðum mínum á fundi borgarstjórnar í gær. Ég er orðin vön því að vera sögð óviðeigandi fyrir fullkomlega sönn orð um Sjálfstæðisflokkinn og hans fulltrúa. Ég er vænd um að hafa brotið siðareglur og svo á ítrekað að draga mig fyrir forsætisnefnd.“

Sjá einnig: Allt á suðupunkti í borgarstjórn – Sakar Dóru um fúkyrðaflaum og mannfyrirlitningu – „Áhorfendur voru engu nær“

Segir Dóra þessa gagnrýni koma úr hörðustu átt.

„Þetta er í raun alveg í takt við þá þróun í samfélaginu þar sem þau sem benda á og gagnrýna óábyrga hegðun eru sjálf sögð hafa brotið siðareglur og hegðað sér ósæmilega, nú síðast í máli Helga Seljan og Samherja.“

Sjálfstæðisflokkurinn hafi sjálfur barið á meirihlutanum í gær. Sjálfstæðismenn geti gagnrýnt, en ekki tekið gagnrýninni sjálfir.

„Ég vil benda á þá staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn og hans skósveinar voru búnir að berja á meirihlutanum með allskonar orðum sem sum vart þola dagsljósið í fjóra klukkutíma fyrir þá ræðu sem ég hélt í gær. Þar ræddu þau ábyrga fjármálastjórn og hvernig beri að bregðast við kreppu og drógu önnur sveitarfélög inn í umræðuna en völdu þau sem rekin eru af Sjálfstæðisflokknum og best líta út á blaði af kostgæfni en létu hin ónefnd. Um leið og þeim er svarað þá verða þau voðalega móðguð og sár sem er klassískt fyrir Sjálfstæðisflokkinn með sína alkunnu móðgunargirni.“

Segir Dóra ummæli hennar ekki óviðeigandi heldur hreinlega pólitík.

„Hópur fólks (í langflestum tilvikum karla) flykkist þá til að segja mig óviðeigandi og dónalega og segja mig hafa misnotað ræðutíma minn í borgarstjórn.

Það að svara og gagnrýna valdamesta flokk landsins sem hefur setið við kjötkatlana nánast samfellt frá lýðveldisstofnun nema einmitt í Reykjavík undanfarin ár – sem hamrar stanslaust á meirihlutanum í Reykjavík og elur á þeirri vitleysu að fjármál borgarinnar séu í rústi, alveg óháð árferði eða stöðu fjármálanna nota bene, til að skapa þá ímynd að þeir kunni einir með peninga að fara – er ekki óviðeigandi, það er pólitík.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir fréttir af fylgistapi Flokks fólksins stórlega ýktar því Maskína og fjölmiðlar gleymi mikilvægri staðreynd

Segir fréttir af fylgistapi Flokks fólksins stórlega ýktar því Maskína og fjölmiðlar gleymi mikilvægri staðreynd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Katrín, Reimar og Salvör endurvekja félag frá sjötta áratugnum

Katrín, Reimar og Salvör endurvekja félag frá sjötta áratugnum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Íbúar í áfalli og vilja fella ferlíkið – „Valdníðslan“ sérlega óprúttin í ljósi þess hverjir búa við Árskóga

Íbúar í áfalli og vilja fella ferlíkið – „Valdníðslan“ sérlega óprúttin í ljósi þess hverjir búa við Árskóga
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Þankar um aga og uppeldi

Björn Jón skrifar: Þankar um aga og uppeldi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Svandísi líta framhjá mikilvægu atriði sem átt hafi þátt í falli VG

Segir Svandísi líta framhjá mikilvægu atriði sem átt hafi þátt í falli VG