fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Eyjan

Vinnur skýrslu um leghálsskimanir – „Hafa breytingarnar vakið sterk viðbrögð í samfélaginu, ekki síst af hálfu kvenna“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 10. maí 2021 13:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haraldur Briem, fyrrverandi sóttvarnarlæknir, hefur fallist á að vinna skýrslu fyrir Alþingi um breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi.

Breytingarnar hafa sætt harðri gagnrýni frá því að skimanir voru færðar frá Krabbameinsleitarstöðinni yfir til heilsugæslunnar en sýni eru nú greind erlendis og er biðtími kvenna ákaflega langur. Eins voru þúsundir sýna óafskipt í kössum heilsugæslunnar mánuðum saman sem lengdi biðtíma þeirra kvenna sem sýnin áttu gífurlega mikið.

Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins.

„Haraldur Briem fyrrverandi sóttvarnalæknir hefur fallist á beiðni heilbrigðisráðherra um að vinna skýrslu til Alþingis um breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi. Gerð skýrslunnar er í samræmi við beiðni Alþingis þessa efnis. Skýrslubeiðendur óskuðu eftir því að skýrslan yrði unnin af óháðum aðila og varð niðurstaða ráðherra sú að leita til Haraldar um verkefnið. Óskað hefur verið eftir framlengdum tímafresti á skilum skýrslunnar til þingsins. Gert er ráð fyrir að hún verði tilbúin til afhendingar í lok fyrstu viku júnímánaðar.“

Í skýrslubeiðninni sem lögð var fram á Alþingi þann 25. febrúar síðastliðinn er óskað meðal annars eftir svörum við því hvaða forsendur lágu að baki því að samið var við erlenda rannsóknarstofu um að sinna greiningu á sýnum.  Eins hvaða áhrif breytingarnar hafi á öryggi skimunar og áhrif breytinga á sérhæfð störf við greiningu sýna vegna krabbameinsskimunar á Íslandi, þar með talið hvort störf hafi glatast og þá hversu mörg.

„Töluverð umfjöllun hefur verið í fjölmiðlum um vinnulag í tengslum við áðurnefndar breytingar og aðrar sem kynntar voru samhliða. Hafa breytingarnar vakið sterk viðbrögð í samfélaginu, ekki síst af hálfu kvenna. Skimun varðar heilsu og líf þeirra og mikilvægt er að traust ríki á heilbrigðiskerfinu,“ segir í greinargerð með skýrslubeiðninni. Þar er tekið fram að með skýrslu væri hægt að leitast eftir því að efla traust kvenna og almennings á skimununum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla búin að senda Trump heillaóskir

Halla búin að senda Trump heillaóskir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar