fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Eyjan

Arnar segir að hér ríki gervifrjálslyndi og þrengt sé að frelsi fólks

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 9. maí 2021 14:51

Arnar Þór Jónsson. Skjáskot RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti mikla athygli þegar Arnar Þór Jónsson héraðsdómari lýsti því yfir í gærmorgun að hann gæfi kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir næstu Alþingiskosningar. Óvenjulegt þykir að dómari blandi sér með þessum hætti í stjórnmál. Sumir segja að það sé ekki viðeigandi.

Arnar var í viðtali í Silfrinu á RÚV í dag og þar sagði hann engan vafa leika á rétti hans til framboðs þó að hann væri dómari:

„Stjórnarskrá lýðveldisins gerir ráð fyrir því að ég sé kjörgengur eins og aðrir borgarar landsins. Það eru alveg þekkt dæmi um það að frá öðrum löndum að menn sem hafa verið í dómarastarfi fari út á vettvang stjórnmálanna. Við búum í frjálsu samfélagi og hver maður má leita hamingjunnar á sínum forsendum, við erum sammála um það vonandi.“

Arnar lýsti því síðan hvers vegna hann hafi tekið þessa ákvörðun, að freista gæfunnar á vettvangi stjórnmálanna:

Varðandi það hvers vegna ég kýs að fara út í þessa vegferð sem ég veit að er vafalaust þyrnum stráð og ýmsir sem gera við þetta ahugasemd. Það má segja að ég hafi verið ofan í vélarrúminu ef við líkjum þjóðlífi okkar og samfélagi við þjóðarskútu, eins og oft er gert. Þá hef ég verið í vélarrúminu í mínum dómstörfum og lögfræðistörfum, að sjá til þess að allt renni eftir eðlilegum brautum og þeir sem brjóta af sér fái viðeigandi dóm og svo framvegis.

En sem farþegi eða starfsmaður á þjóðarskútunni þá skynja ég ef komin er einhver slagsíðu á þetta. Ég hef vaxandi mæli haft áhyggjur af því að ég skynji vissa slagsíðu í því hvernig mál eru að þróast. Ég hef áhyggjur af því hvernig stjórnmál hafa verið að þróast og hvernig þrengt hefur verið að mínu mati að því sem ég kalla borgaraleg réttindi, þar með talið tjáningarfrelsi. Þess vegna vil ég bjóða mig fram til að koma upp í brúna og hafa eitthvað um þetta að segja.“

Arnar telur engan vafa leika á því að hann geti farið aftur í dómarastarfið ef hann nær ekki kjöri á þing. Þá sé líklegt að hann haldi dómstörfum áfram fram að réttarhléi í sumar þar sem miklar annir eru hjá dómstólunum.

Gervifrjálslyndi, EES-samningurinn og Covid

Arnar segir að þrengt sé að tjáningarfrelsi og gagnrýninni hugsun. Ríkjandi sé það sem hann kallar gervifrjálslyndi þar sem fólk vill undir fána frjálslyndis meina öðrum að tjá skoðanir sínar eða sinna félagsstarfi. Þá sé óboðlegt hvernig sumir ganga fram í samfélagsumræðunni. Hann kemur með líkingu við knattspyrnu þar sem allt lúti föstum leikreglum og sá sem brýtur af sér fái rautt spjald og fari af velli. En í umræðunni sé fólk að stunda tveggja fóta tæklingar út um allan völl, beri hinar ýmsu sakir á fólk og sé með munnsöfnuð. „Þetta er ekki hjálplegt,“ segir Arnar.

Í viðtalinu var einnig farið inn á það að Arnar telur að við Íslendingar séum að gefa allt of mikið eftir af fullveldi okkar með EES-samningnum. Í upphafi hafi verið samið á þeim forsendum að fullveldisafsal yrði eftir mjög takmörkuðum brautumm, en síðan sé gengið sífellt lengra í fullveldisafsalil. Hann segir tímabært að ræða þetta kinnroðalaust en stjórnmálamenn séu feimnir við þessa umræðu. Hann segir þetta hafa kristallast í umræðu um þriðja orkupakkann. „Mér krossbrá þegar ég heyrði það fyrst sagt að við Íslendingar gætum ekki sagt nei,“ sagði Arnar en það er kristaltært í hans huga að við sem þjóð með sjálfsákvörðunarrétt höfum neitunarvald gagnvart tilskipunum sem reistar eru á EES-samningnum.

Í viðtalinu kom einnig lauslega fram að Arnar hefur áhyggjur af auknu valdi embættismanna í kjölfar kórónuveirufaraldursins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Dýr myndi Jón Gunnarsson allur – kvalræði Sjálfstæðisflokksins ætlar engan enda að taka

Orðið á götunni: Dýr myndi Jón Gunnarsson allur – kvalræði Sjálfstæðisflokksins ætlar engan enda að taka
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Aumkunarvert að reyna að draga frambjóðendur með sér í skítinn – „Súrrealismi í boði Sjálfstæðisflokksins“

Aumkunarvert að reyna að draga frambjóðendur með sér í skítinn – „Súrrealismi í boði Sjálfstæðisflokksins“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn nær nýjum lægðum í nýrri könnun

Sjálfstæðisflokkurinn nær nýjum lægðum í nýrri könnun
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni