fbpx
Laugardagur 15.febrúar 2025
Eyjan

Sveinn Andri gagnrýnir Arnar Þór dómara – „Skömm sé okkar tímum og okkar glötuðu grundvallarreglum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 8. maí 2021 18:00

Sveinn Andri Sveinsson (t.v.) og Arnar Þór Jónsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Jónsson héraðsdómari hefur vakið athygli fyrir tíðar skoðanagreinar sem birst hafa í Morgunblaðinu með jöfnu millibili. Meðal annars hefur hann þar verið gagnrýninn á þriðja orkupakkann.

Sumum þykir orka tvímælis að dómari tjái sig um þjóðfélagsmál og lýsi sterkum skoðunum. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt skrif Arnars er Sveinn Andri Sveinsson lögmaður.

Arnar hefur svarað þessari gagnrýni og sagt að dómari hafi bæði rétt og skyldu til að tjá skoðanir sínar. „Sem dómari hef ég unnið drengskaparheit að stjórnarskrá lýðveldisins. Á þeim grundvelli – og innan þess ramma – tel ég raunar að ég hafi ekki aðeins rétt, sem borgari þessa lands, til að tjá mig um sýn mína á stöðu mála, heldur beina skyldu,“ sagði Arnar í grein sem hann birti í Fréttablaðinu fyrir skömmu.

Fyrir skömmu sagði Arnar sig síðan úr Dómarafélagi Íslands vegna ágreinings um túlkun siðareglna dómara og tjáningarfrelsi dómara.

Í dag var síðan greint frá því í Morgunblaðinu að Arnar gefi kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.

Um þessi tíðindi tjáir Sveinn Andri sig á Facebook-síðu sinni og minnir að Gunnar Thoroddsen, fyrrverandi forsætisráðherra og meðal helstu lögspekinga á sínum tíma, hafi beðist lausnar frá embætti dómara er hann ákvað að gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Sveinn Andri skrifar:

„Gunnar Thoroddsen var umdeildur stjórnmálamaður, en óumdeilanlega einhver færast lögspekingur Íslendinga á síðustu öld; hálfgert undrabarn sem varð prófessor í lögfræði aðeins þrítugur að aldri. Gunnar var skipaður dómari við Hæstarétt íslands í ársbyrjun 1970 en rétt rúmlega 8 mánuðum síðar baðst hann lausnar frá embætti þar sem hann hafði ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Um þetta hafði Gunnar að segja:
„Ég tel að þátttaka í prófkjöri samrýmist ekki stöðu hæstaréttardómara og mun því segja af mér embætti áður en prófkjör hefst.“
Sá ágæti héraðsdómari Arnar Þór Jónsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur gefið það út að „búist við að fara í leyfi á meðan á framboði stendur.“
Ég segi bara eins og Cicero forðum:
O tempora! O mores!
(Skömm sé okkar tímum og okkar glötuðu grundvallarreglum.)“

https://www.facebook.com/sveinnandri.sveinsson/posts/10215260193976690

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Könnun: Hvern vilt þú sjá sem næsta borgarstjóra Reykjavíkur?

Könnun: Hvern vilt þú sjá sem næsta borgarstjóra Reykjavíkur?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðlaugur Þór: Gímaldið er stærðar kjötvinnsla en ekki lítill skúr – hvernig gat þetta gerst?

Guðlaugur Þór: Gímaldið er stærðar kjötvinnsla en ekki lítill skúr – hvernig gat þetta gerst?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Heimir Már til liðs við Ingu Sæland og Flokk fólksins

Heimir Már til liðs við Ingu Sæland og Flokk fólksins
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Guðlaugur Þór: Áttum ekki að fara í seinna kjörtímabilið með VG – kyrrstaðan var okkur dýrkeypt

Guðlaugur Þór: Áttum ekki að fara í seinna kjörtímabilið með VG – kyrrstaðan var okkur dýrkeypt
Ekki missa afEyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir: Bláa viðvörunin yfir landinu

Sigmundur Ernir: Bláa viðvörunin yfir landinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðlaugur Þór: Styrkurinn felst í umburðarlyndi gagnvart mismunandi skoðunum – flokkurinn þarf að bæta jarðsambandið

Guðlaugur Þór: Styrkurinn felst í umburðarlyndi gagnvart mismunandi skoðunum – flokkurinn þarf að bæta jarðsambandið