fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Eyjan

Vilhjálmur bar félag sitt saman við Eflingu og fleiri – Betri kjör í öllum liðum

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 6. maí 2021 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir félag sitt ætíð stefna að því að bjóða félagsmönnum sínum eins góð réttindi og kostur er á.

Til fróðleiks bar hann saman algengustu styrkina sem sótt er um hjá félaginu við sambærilega styrki sem fjögur önnur stærstu félag innan Starfsgreinasambandsins bjóða upp á.

„Verkalýðsfélag Akraness reynir ætíð að bjóða sínum félagsmönnum eins góð réttindi og kostur er. Ég skoðaði 4 stærstu stéttarfélögin innan Starfsgreinasambandsins til að bera saman þá styrki sem okkar félagsmenn sækja hvað mest um.

Ég skoðaði fæðingarstyrk sem VLFA hefur í mörg ár boðið sínum félagsmönnum upp á en það er styrkur sem félagsmenn geta sótt um ef þeir eignast barn og hljóðar sjá styrkur upp á 150.000 kr. á félagsmann og ef báðir foreldrar eru félagsmenn þá er hann 300.000 kr. Þessi fjögur félag sem ég skoðaði bjóða ekki upp á fæðingarstyrk skv. heimasíðu þeirra.“ 

Eins skoðaði hann heilsueflingastyrki og heilsufarskoðunarstyrki og kom Verkalýðsfélag Akraness best út í þeim samanburði.

„Mjög margir félagsmenn okkar sækja um svokallaðan heilsueflingarstyrk og nemur hann 40.000 kr. að hámarki á ári.

Síðan eru fjölmargir sem nýta sér heilsufarskoðunarstyrkinn en hann er t.d. hægt að nota vegna tannlækninga og nemur hann 35.000 kr. hjá VLFA.

Það er ljóst að Verkalýðsfélag Akraness er að standa sig nokkuð vel hvað þessa styrki varðar í samanburði við umrædd félög innan SGS enda er það markmið stjórnar að reyna ætíð að gera eins vel og kostur er handa félagsmönnum.

Á síðasta ári greiddi félagið um 100 milljónir í styrki og sjúkradagpeninga. Ég hvet launafólk vítt og breitt um landið að kynna sér vel þau réttindi sem þeim stendur til boða.“

Heilsufarsstyrkurinn er 35 þúsund hjá VLFA en er 20 þúsund hjá Eflingu og Einingu en 15 þúsund hjá Verkalýðsfélagi Keflavíkur og Afli

Heilsueflingarstyrkurinn er 40 þúsund hjá VLFA en 23 þúsund hhjá Eflingu, 15 þúsund hjá Afli, 23 þúsund hjá Einingu og 32.500 hjá Verkalýðsfélagi Keflavíkur.

 

 

 

Verkalýðsfélag Akraness reynir ætíð að bjóða sínum félagsmönnum eins góð réttindi og kostur er. Ég skoðaði 4 stærstu…

Posted by Vilhjálmur Birgisson on Thursday, May 6, 2021

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Dýr myndi Jón Gunnarsson allur – kvalræði Sjálfstæðisflokksins ætlar engan enda að taka

Orðið á götunni: Dýr myndi Jón Gunnarsson allur – kvalræði Sjálfstæðisflokksins ætlar engan enda að taka
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Aumkunarvert að reyna að draga frambjóðendur með sér í skítinn – „Súrrealismi í boði Sjálfstæðisflokksins“

Aumkunarvert að reyna að draga frambjóðendur með sér í skítinn – „Súrrealismi í boði Sjálfstæðisflokksins“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn nær nýjum lægðum í nýrri könnun

Sjálfstæðisflokkurinn nær nýjum lægðum í nýrri könnun
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni