fbpx
Sunnudagur 12.janúar 2025
Eyjan

Frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins leggst gegn afglæpavæðingu – „Hvenær gáf­umst við upp á bar­átt­unni við eit­ur­lyfja­barón­ana?“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 5. maí 2021 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Núna liggur fyrir Alþingi frumvarp um afglæpavæðingu á vörslu neysluskammta fíkniefna. Mikil umræða hefur verið í samfélaginu um þetta.

Eva Björk Harðardóttir, sem sækist eftir 2.-3. sæti á lista sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi, leggst gegn þessum áformum en hún birti grein um málið í Morgunblaðinu í dag.

„Hverju erum við að fórna með þess­ari hug­mynd, og hvenær gáf­umst við upp á bar­átt­unni við eit­ur­lyfja­barón­ana?“ segir Eva. Hún segist skilja vel þær raddir sem halda því á lofti að neysla sé ekki glæpur heldur heilbrigðisvandamál en hún telur lausnina ekki fólgna í því að lögregla hætti að skipta sér af neytendum fíkniefna. Eva segir:

„Áhyggj­ur mín­ar snúa að því að það hef­ur gleymst að koma með til­lög­ur að næsta skrefi, hvað svo? Í dag læt­ur alla­vega lög­regl­an sig mála­flokk­inn varða. Hingað til hef­ur fólk ekki farið á saka­skrá fyr­ir vörslu á neyslu­skömmt­um. Sekt­ir fyr­ir neyslu­skammta eru lægri en minnstu hraðakst­urs­brot. Það er ekki fyrr en mál­in eru orðin mun stærri að þau eru skráð inn á saka­skrá. Það að gera neyslu­skammta refsi­lausa þýðir einnig að lög­regl­an verður af mik­il­væg­um upp­lýs­ing­um sem eru nauðsyn­leg­ar til að tak­ast á við og upp­ræta glæpa­hringi. Þvert á móti þarf að skapa lög­regl­unni fleiri tól til að tak­ast á við skipu­lagða glæp­a­starf­semi.“

Eva óttast að áformin feli í sér uppgjöf gegn starfsemi skipulagðra glæpahópa hér  á landi:

„Við höf­um tölu­vert heyrt af því að alþjóðleg­ir glæpa­hring­ir sem hafa hreiðrað um sig á Íslandi hafi eng­in áhrif á líf venju­legs fólks. Það er jafn­vel ýjað að því að ef þeir fái frið láti þeir okk­ur í friði. Þeir myrði bara inn­an sinna raða, ógni hver öðrum ekki okk­ur hinum. Af­brot þeirra snerti ein­ung­is hinn af­markaða heim und­ir­heimanna þar sem glæp­irn­ir þríf­ast. Markaðir þeirra eru stærri en svo, við erum að tala um börn­in okk­ar og barna­börn. Vilj­um við sam­fé­lag þar sem við lif­um í sátt og sam­lyndi við glæpa­hringi þar sem fíkni­efna­sala, man­sal, vændi, þjófnaður og pen­ingaþvott­ur fær að þríf­ast í friði?

Und­ir­heim­arn­ir eru hagnaðardrifn­ir, það væri barna­skap­ur að ætla það að af­glæpa­væðing neyslu­skammta komi til með að leysa upp fíkni­efna­heim­inn.“

Eva telur nauðsynlegt að lögregla hafi áfram afskipti af þeim sem neyta fíkniefna og sér ekki hvað ætti að koma í staðinn:

„Ef lög­regl­an á að hætta að skipta sér af neyslu fólks, hver á þá að gera það? Ætlar starfs­fólk heil­brigðis­kerf­is­ins að fara út á kvöld­in og aðstoða börn og ung­linga í neyslu­vanda, bjarga þeim úr aðstæðum sem þau ráða eng­an veg­inn við og koma þeim til aðstoðar?“

Í lok greinar sinnar segir Eva:

„Það er orðið löngu tíma­bært að við tök­um hönd­um sam­an og treyst­um því rétt­ar­ríki sem við lif­um í. Fær­um lög­reglu aukn­ar rann­sókn­ar­heim­ild­ir til að tak­ast á við sí­aukna hörku í und­ir­heim­um litla Íslands svo við hin get­um notið þess frels­is sem ör­yggið fær­ir okk­ur.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir fréttir af fylgistapi Flokks fólksins stórlega ýktar því Maskína og fjölmiðlar gleymi mikilvægri staðreynd

Segir fréttir af fylgistapi Flokks fólksins stórlega ýktar því Maskína og fjölmiðlar gleymi mikilvægri staðreynd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Katrín, Reimar og Salvör endurvekja félag frá sjötta áratugnum

Katrín, Reimar og Salvör endurvekja félag frá sjötta áratugnum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Íbúar í áfalli og vilja fella ferlíkið – „Valdníðslan“ sérlega óprúttin í ljósi þess hverjir búa við Árskóga

Íbúar í áfalli og vilja fella ferlíkið – „Valdníðslan“ sérlega óprúttin í ljósi þess hverjir búa við Árskóga
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Þankar um aga og uppeldi

Björn Jón skrifar: Þankar um aga og uppeldi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Svandísi líta framhjá mikilvægu atriði sem átt hafi þátt í falli VG

Segir Svandísi líta framhjá mikilvægu atriði sem átt hafi þátt í falli VG