Fyrir rúmri viku síðan viðurkenndi Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, þjóðarmorð Tyrkja á Armenum. Ódæðin áttu sér stað árið 1915-1917 og hafa aðeins 32 þjóðir viðurkennt morðin sem þjóðarmorð. Fyrir þjóð sem stendur oftar en ekki framarlega í utanríkismálum er það sérstakt að morðin hafi ekki verið viðurkennd.
Tvisvar á seinustu átta árum hefur komið tillaga um viðurkenningu þjóðarmorðana til þingsályktunar, einu sinni frá þingmönnum Hreyfingarinnar og einu sinni frá þingmönnum Pírata, Viðreisnar, Vinstri Grænna og Samfylkingarinnar, þar sem lagt er til að þjóðarmorðin verði viðurkennd. Í bæði skiptin var málinu skotið til utanríkismálanefndar en lítið hefur komið upp úr krafsinu þar.