fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Eyjan

Björn Leví vill fjölga frídögum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 3. maí 2021 09:00

Björn Leví Gunnarsson. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, ritar grein í Morgunblaðið í dag undir fyrirsögninni „Frí í dag!“. Í henni fjallar hann um frídaga. Hann bendir á að 1. maí hafi fallið á laugardag þetta árið og því hafi fáir tekið eftir þessum aukafrídegi. Hann bendir einnig á að jóladagur og annar í jólum lendi á helgi þetta árið og því séu þrír frídagar sem lenda ekki á virkum degi þetta árið.

Hann segir að 14 frídagar séu hér á landi auk tveggja hálfra frídaga en það eru aðfangadagur og gamlársdagur. Tveir þessara frídaga lenda alltaf á sunnudegi og því er frí á mánudegi til að bæta upp fyrir það. Björn vill gera betur í þessum efnum og vill að þegar frídagar lenda á helgi verði það bætt upp með frídegi, svona eins og gert er í Bretlandi þar sem frí er á mánudegi ef frídagur fellur á laugardag eða sunnudag. Hann segist einnig vilja gera aðfangadag og gamlársdag að heilsdagsfrídögum. Með þessu væri tryggt að alltaf væru jafn margir frídagar á ári hverju, jafn margir og eru lögboðnir.

Hann segist einnig vilja bæta við tveimur almennum frídögum í október og febrúar þar sem það sé svo langt frílaust tímabil frá verslunarmannahelginni fram til jóla og frá áramótum fram til páska.

„Það eru fjölmargar ástæður fyrir því að hafa frídagana fleiri og að stytta vinnutíma. Það minnsta sem við gætum hins vegar gert væri að samræma fjölda frídaga á hverju ári þannig að þeir séu ekki mismargir frá ári til árs. Þannig gætum við ekki bara fagnað baráttudegi verkalýðsins heldur einnig notið þess að fá frídag,“ segir hann síðan að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðlaugur Þór vill endurskilgreina hlutverk RÚV – „Það er svo lítið aðhald og þeir fara sínu fram“

Guðlaugur Þór vill endurskilgreina hlutverk RÚV – „Það er svo lítið aðhald og þeir fara sínu fram“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Brynjar segir meiningar um hægri sveiflu byggða á misskilningi – „Ætli sé til merkingarlausari froða í íslenskum stjórnmálum?“

Brynjar segir meiningar um hægri sveiflu byggða á misskilningi – „Ætli sé til merkingarlausari froða í íslenskum stjórnmálum?“