fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Eyjan

Smáhýsin í Gufunesi kostuðu 33 milljónir hvert

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 30. apríl 2021 08:00

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, tók fyrstu skóflustunguna að smáhýsunum fyrir um ári síðan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þessi kostnaður er galinn. Það er mjög miður að peningarnir séu ekki nýttir betur í þetta úrræði því þetta málefni er gott,“ sagði Björn Gíslason, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í innkaupa- og framkvæmdaráði Reykjavíkurborgar, á fundi ráðsins í gær þar sem rætt var um kostnað við byggingu smáhýsanna í Gufunesi. Kostnaðurinn á hvert hús er nú metinn á 33,4 milljónir.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins gagnrýndu þennan mikla kostnað á fundinum í gær og einnig hversu langan tíma það tók að fá svör um kostnaðinn. Auk Björns situr Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir í ráðinu fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins.

Smáhýsin er 30 fermetrar og því er fermetraverðið um 1,1 milljón króna. Fréttablaðið segir að meðalfermetraverð íbúða í fjölbýli Reykjavík sé 513.000 krónur og 423.000 krónur í sérbýli.

Í maí 2019 samþykkti Innkauparáð tilboð Yabimo í byggingu 20 hýsa en það hljóðaði upp á rúmlega 189 milljónir en kostnaðaráætlun var 320 milljónir. Hýsin voru smíðuð í Póllandi og flutt samsett hingað til lands. Þetta stóðst nokkur veginn áætlun en aukakostnaður féll til vegna jarðvinnu og frágangs lóða.

Kostnaður við jarð- og lagnavinnu var 11,8 milljónir á hvert hýsi og lóða- og umhverfisfrágangur kostaði 5,7 milljónir á hvert hýsi. Samanlagt var þetta um helmingur kostnaðarins við hvert hýsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið og „sósíalismi andskotans“

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið og „sósíalismi andskotans“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Gefur lítið fyrir orðljóta gagnrýni minnihlutans í tengslum við lækkun launa kjörinna fulltrúa – „Útúrsnúningur og pólitískt leikrit af þeirra hálfu“

Gefur lítið fyrir orðljóta gagnrýni minnihlutans í tengslum við lækkun launa kjörinna fulltrúa – „Útúrsnúningur og pólitískt leikrit af þeirra hálfu“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiða Björg borgarstjóri: Ég vildi hafa flugvöllinn kyrran en breytti svo um skoðun

Heiða Björg borgarstjóri: Ég vildi hafa flugvöllinn kyrran en breytti svo um skoðun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiða Björg borgarstjóri: Þétting byggðar og efling almenningssamgangna í Reykjavík ekki síst samkeppnismál

Heiða Björg borgarstjóri: Þétting byggðar og efling almenningssamgangna í Reykjavík ekki síst samkeppnismál
Eyjan
Fyrir 1 viku

Biður Guðrúnu að hætta að hlusta á tápsára eltihrella eftir upphlaupið í gær – „Kalla hana blygðunarlaust „biðformanninn““

Biður Guðrúnu að hætta að hlusta á tápsára eltihrella eftir upphlaupið í gær – „Kalla hana blygðunarlaust „biðformanninn““