fbpx
Laugardagur 28.desember 2024
Eyjan

Segir vaxandi ferðavilja lofa góðu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 28. apríl 2021 08:00

Það hefur verið mikil eftirspurn hjá ferðaþjónustunni, eiginlega of mikil.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rétt rúmlega 10% þeirra sem svöruðu í nýrri markaðskönnun Íslandsstofu ætla að koma hingað til lands á næstu 12 mánuðum. Bandaríkjamenn eru einna líklegastir til að koma hingað en 14 til 15% þeirra sögðust ætla að koma hingað til lands á næstu 12 mánuðum.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. „Þetta eru mjög jákvæðar niðurstöður og þær sýna að Ísland er samkeppnishæfur áfangastaður miðað við önnur lönd,“ hefur blaðið eftir Daða Guðjónssyni, fagstjóra neytendamarkaðssetningar hjá Íslandsstofu. Hann sagði að það þurfi þó að hafa í huga að fólk sé fljótt að gleyma og af þeim sökum sé mikilvægt að viðhalda Íslandi sem áfangastað í huga ferðamanna þar til og eftir að þeir byrja að ferðast á nýjan leik.

Það var Maskína sem framkvæmdi könnunina fyrir Íslandsstofu í febrúar. Hún náði til ferðamanna í Bandaríkjunum, Bretlandi, Danmörku, Kanada, Þýskalandi og Svíþjóð. Svarendur voru á aldrinum 25 til 65 ára.

„Þess má geta að þegar könnunin var framkvæmd voru ekki komnar fréttir um eldgosið, áform um að bólusettir ættu greiða leið inn í landið og Húsavík hafði ekki verið tilnefnd til Óskarsverðlauna. Þetta eru allt hlutir sem vinna með okkur,“ er haft eftir Daða sem sagði að frá því að könnunin var framkvæmd hafi leitarniðurstöðum, sem tengjast Íslandi, fjölgað um helming og því megi leiða líkur að því að ferðaviljinn sé meiri en niðurstöður könnunarinnar sýna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarsáttmáli verður kynntur um helgina

Stjórnarsáttmáli verður kynntur um helgina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hvað verður um Framsóknarflokkinn? – Hver tekur við forystunni?

Orðið á götunni: Hvað verður um Framsóknarflokkinn? – Hver tekur við forystunni?