fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Eyjan

Hallgrímur brettir upp ermar og sveiflar fast í átt að Brynjari – „ROTHÖGG“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 28. apríl 2021 13:30

Mynd/Samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stormar hafa geisað á samfélagsmiðlum eftir að Bubbi Morthens, einn ástælasti tónlistarmaður þjóðarinnar, talaði gegn Samherja í vikunni. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ákvað að senda Bubba pillu vegna skrifana en pillan hefur farið misjafnlega vel ofan í fólk.

Brynjar sagði til að mynda að Bubbi og aðrir listamenn þjóðarinnar væru ekki að fá nein heiðurslaun ef ekki væri fyrir fyrirtæki eins og Samherja. „Að lokum vil ég segja við poppstjörnur í eldri kantinum, sem hafa áhyggjur af þögn þingmanna um Samherja, að það þarf öflug fyrirtæki, sem geta gert mikil verðmæti úr auðlindum okkar, til að greiða ykkur um hálfa milljón á mánuði í heiðursskyni til æviloka,“ sagði Brynjar.

Hallgrímur Helgason rithöfundur hefur nú stigið inn í þessar erjur. Hann gerir það með færslu sem hefur vakið töluverða athygli, bæði á Facebook og á Twitter, en í færslunni ber hann þá Bubba og Brynjar saman á árunum 2013 til 2021. Hallgrímur bendir á að á meðan Bubbi hefur gefið út 67 lög, 4 plötur, 3 ljóðabækur, haldið 256 tónleika, veitt 79 laxa, verið fyrirmyndin að söngleik og sent 15 aðsendar greinar hefur Brynjar ekki gert jafn mikið.

„BUBBI: 67 lög, 4 plötur, 3 ljóðabækur, 256 tónleikar, 79 laxar, 1 söngleikur, 15 aðsendar greinar.“

„BRYNJAR: þingmaður, 0 lög, 0 frumvörp, 0 fyrirspurnir, 5 ræður, 23 aðsendar greinar, 342 komur í Bítið á “Bylgjunni.“

Þá bendir Hallgrímur á að Bubbi hefur fengið 38,4 milljónir frá ríkinu á þessum tíma á meðan Brynjar hefur fyrir störf sín fengið 115,2 milljónir. „ROTHÖGG,“ segir í einni athugasemd við færsluna og ljóst er að margir eru á sama máli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitískasta þversögnin á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitískasta þversögnin á Íslandi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lætur fyrrum valdaflokka „í flókinni tilvistarkreppu“ heyra það – „Sú umræða snerist auðvitað ekkert um tappa“

Lætur fyrrum valdaflokka „í flókinni tilvistarkreppu“ heyra það – „Sú umræða snerist auðvitað ekkert um tappa“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn gamaldags og þungur – ég er rétta manneskjan til að takast á við krísuna

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn gamaldags og þungur – ég er rétta manneskjan til að takast á við krísuna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna

Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir: Krónan kostar íslensk heimili 250 þúsund krónur á mánuði – heildarkostnaður 500 milljarðar á ári

Sigmundur Ernir: Krónan kostar íslensk heimili 250 þúsund krónur á mánuði – heildarkostnaður 500 milljarðar á ári
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna: Stjórnkerfið svifaseint, snýst um sjálft sig og vinnur gegn kjörnum fulltrúum fólksins

Áslaug Arna: Stjórnkerfið svifaseint, snýst um sjálft sig og vinnur gegn kjörnum fulltrúum fólksins