fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Eyjan

Jónas líkir Kínverjum við grenjandi smákrakka sem klaga

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 26. apríl 2021 10:00

Jónas Haraldsson. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega var skýrt frá því að lögmaðurinn Jónas Haraldsson hefði verið settur á svartan lista kínverskra yfirvalda og væri nú bannað að koma til Kína. Að auki átti að frysta eignir hans í Kína ef einhverjar væru. Málið vakti mikla athygli en ástæðan fyrir þessum aðgerðum Kínverja virðast vera nokkrar greinar sem Jónas hefur skrifað í Morgunblaðið á undanförnum árum en í þeim hefur hann gagnrýnt Kínverja. En einnig kemur þátttaka Íslands í stuðningi við Úígúra, sem er múslímskur minnihluti í Kína, við sögu og er að sjá sem Jónas hafi verið valinn á svarta listann vegna þessarar þátttöku.

Jónas skrifar grein í Morgunblaðið í dag sem nefnist „Á svörtum lista kínverskra heimsvaldasinna“. Í henni rifjar hann upp að hann hafi orðið þess heiðurs aðnjótandi að lenda á svarta lista Kínverska alþýðulýðveldisins fyrir greinaskrif sín sem hafi ekki fallið Kínverjum í geð. „Hafa þeir nú notað tækifærið og sett mig á svartan lista til að sýna vanþóknun sína á mér og þá ekki síst vegna stuðningsyfirlýsingar íslensku ríkisstjórnarinnar við Úígúra, sem Kínverjar virðast fara með eins og skepnur,“ segir Jónas.

Hann segir síðan að heimurinn hafi fulla samúð með Úígúrum, það hafi yfirlýsingar ýmissa þjóða sýnt. „Sama gildir líka varðandi Kínaveiruna. Hversu óþægilegar sem þessar staðreyndir eru Kínverjum, þá geta þeir ekki endalaust neitað þeim, því þetta er nokkuð sem allur heimurinn veit um. Stöðug neitun á alkunnum staðreyndum dregur bara úr trúverðugleika Kínverja varðandi heimsvaldasýn þeirra,“ segir hann.

Hann víkur síðan að blaðagreinum sendiherra Kína á Íslandi og formanns vinafélags Íslands og Kína og lýsingum þeirra á „hvernig það eigi í dag að vera mulið undir Úígúrana í Kína, sem er þvert á staðreyndir,“ segir hann.

Hann líkir síðan Kínverjum við vælandi smákrakka sem kvarta undan Jónasi sem er alltaf að hrekkja þá. „Það sem undrar mig þó mest varðandi þessa svartlistun Kínverja á mér er hversu marklaus og bitlaus hún er og skilar akkúrat engu fyrir Kínverja, þvert á það, sem hlýtur að hafa verið stefnt að. Svartlistunin hefur aðeins gert mig frægan í nokkra daga og fært mér mikinn stuðning almennings, sem örugglega hefur ekki verið ætlunin hjá kínverskum stjórnvöldum,“ segir hann.

Hann segir síðan að núningur hans og Kínverja hafi hafist löngu áður en hann birti fyrstu grein sína, þar sem hann gagnrýnir Kínverja, 2013. Þetta hafi hafist 2005 í tengslum við óskir kínverska sendiráðsins, sem var þá á Víðimel 29, um að reisa bílskýli á lóðinni. Segist Jónast hafa barist á móti þessu sem næsti nágranni sendiráðsins og hafi beiðni Kínverjanna verið hafnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla búin að senda Trump heillaóskir

Halla búin að senda Trump heillaóskir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar