fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Eyjan

Deilt um dóp í Silfrinu – „Þetta er bara bull“

Bjarki Sigurðsson
Sunnudaginn 25. apríl 2021 16:15

Halldóra Mogensen og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, Halldóra Mogensen, formaður þingflokks Pírata og Vilhjálmur Árnason, varaþingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, voru meðal gesta Silfursins á RÚV í dag.

Mikið var rætt um aðgerðir stjórnvalda í Covid og kom Sigmundur inn á þann punkt að mörg mikilvæg mál væru ekki að komast í gegnum þingið á meðan flokkar reyna að koma öðrum faraldri í gang með afglæpavæðingu neysluskammta vímuefna. Halldóra var alls ekki sátt við orð Sigmundar en Píratar eru meðal þeirra sem vilja afglæpavæðingu.

„Mér finnst vera mikilvægt að koma því fram að það er verið að slengja einhverjum fáránlegum hlutum hérna, einhverri algjörri vitleysu eins og það sé staðreynd útaf því það skiptir engu máli hver sannleikurinn er. Að tala um það að það sé verið að koma einhverjum nýjum vímuefnafaraldri í gang hér á Íslandi með nýjum lögum um afglæpavæðingu neysluskammta vímuefna. Mér finnst ljótt að tala um þetta á þennan hátt,“ segir Halldóra en það vakti athygli á dögunum þegar Sigmundur sagði á Alþingi að hann hafi aldrei á ævi sinni séð fíkniefni.

Halldóra segir frumvarpið vera til að hjálpa fólki sem er í neyslu. Markmiðið með því er að hætta að refsa fólki sem á erfitt í lífinu.

„Að það sé slengt fram sem einhver staðreynd að þetta muni búa til einhvern faraldur í vímuefnaneyslu, þetta er bara bull,“ sagði Halldóra.

Þrátt fyrir að Sigmundur hafi aldrei séð fíkniefni þá segir hann faraldurinn vera til og að afglæpavæðingin muni aðeins ýta undir hann. Hann sagði frumvarpið ekki hafa verið gert til að hjálpa fólki en komst ekki lengra með að útskýra orð sín þar sem Baldvin Þór Bergsson, þáttarstjórnandi, leiddi umræðuna í aðra átt þegar hiti fór að færast í leikinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitískasta þversögnin á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitískasta þversögnin á Íslandi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lætur fyrrum valdaflokka „í flókinni tilvistarkreppu“ heyra það – „Sú umræða snerist auðvitað ekkert um tappa“

Lætur fyrrum valdaflokka „í flókinni tilvistarkreppu“ heyra það – „Sú umræða snerist auðvitað ekkert um tappa“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn gamaldags og þungur – ég er rétta manneskjan til að takast á við krísuna

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn gamaldags og þungur – ég er rétta manneskjan til að takast á við krísuna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna

Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir: Krónan kostar íslensk heimili 250 þúsund krónur á mánuði – heildarkostnaður 500 milljarðar á ári

Sigmundur Ernir: Krónan kostar íslensk heimili 250 þúsund krónur á mánuði – heildarkostnaður 500 milljarðar á ári
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna: Stjórnkerfið svifaseint, snýst um sjálft sig og vinnur gegn kjörnum fulltrúum fólksins

Áslaug Arna: Stjórnkerfið svifaseint, snýst um sjálft sig og vinnur gegn kjörnum fulltrúum fólksins