fbpx
Sunnudagur 12.janúar 2025
Eyjan

Bubbi segir þögn þingsins vegna áróðurs Samherja vera sláandi

Bjarki Sigurðsson
Sunnudaginn 25. apríl 2021 09:00

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, og Bubbi Morthens

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bubbi Morthens segir að árásir Samherja á Helga Seljan, blaðamanns RÚV, séu fordæmalausar og að hann sé nánast kjaftstopp vegna gjörða fyrirtækisins. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu hans.

Samherji hefur seinustu mánuði unnið að áróðri gegn RÚV eftir að fréttaskýringaþátturinn Kveikur fjallaði um starfsemi fyrirtækisins í Namibíu. Þeir hafa gert myndbönd sem neydd eru á fólk sem auglýsingar á YouTube til að verja sig eftir umfjöllun þáttarins og hafa þá sérstaklega beitt sér gegn Helga Seljan, sem er einn þáttastjórnenda Kveiks.

„En þegar fyrirtækið er afhjúpað þannig að nakinn sannleikurinn blasir við þá eru viðbrögð þess að fara í herferð gegn Helga Seljan fréttamanni. Við erum að tala um milljarða fyrirtæki sem er risi meðal risa á landi hér. Það sem slær mann sérstaklega er þögn þingmanna þjóðarinnar sem klárlega heyra og sjá það sem er að gerast. Er það þetta sem við almenningur viljum? Að það sé ráðist á fréttafólk sem er að vinna sína vinnu? Efnið er ískaldur áróður þar sem hamast er á Helga og ekkert til sparað,“ skrifar Bubbi en dæmi eru um að auglýsingarnar séu að birtast á undan barnaefni á YouTube og því er enginn óhultur frá áróðri fyrirtækisins.

Í gær sögðu samtökin Transparency International, sem eru samtök gegn spillingu, að stjórnvöld þyrftu að grípa inn í störf fyrirtækisins. Fyrirtækið vinni gegn fjölmiðlafrelsi og með spillingu.

Bubbi vill ekki tapa tjáningarfrelsinu og segist hafa heyrt í mörg ár að hann megi ekki tala um hitt eða þetta mál.

„Ég vil líka benda á hvernig áhrif flokka og fyrirtækja teygja sig inn í alla króka og kima samfélagsins. Fólk hefur ítrekað sagt við mig: Ekki tjá þig um mál Helga, það getur skemmt fyrir þér. Ekki tjá þig um mál Jóns Ásgeirs sem var þar til nýlega fyrir dómstólum í 16 ár vegna óvildar DO og áhrifa hans inn í kerfið. Það getur skemmt fyrir þér… Þetta heyrir maður útum allt. Best er bara að þegja með innsiglaðar varir,“ segir Bubbi.

Hann spyr hvers konar samfélag við viljum. Þingmenn horfa annað þegar aðför Samherja gegn Helga blasir öllum við.

„Það tekur Samherji sem grænt ljós yfir siðferðisþröskuldinn. Ef fólk þorir ekki að tjá sig af ótta við að það hafi afleiðingar sem geti ógnað afkomu þess þá erum við komin út á ystu brún lýðræðis og tómið blasir við,“ segir Bubbi að lokum.

https://www.facebook.com/bubbi.morthens/posts/10222815098197832

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir fréttir af fylgistapi Flokks fólksins stórlega ýktar því Maskína og fjölmiðlar gleymi mikilvægri staðreynd

Segir fréttir af fylgistapi Flokks fólksins stórlega ýktar því Maskína og fjölmiðlar gleymi mikilvægri staðreynd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Katrín, Reimar og Salvör endurvekja félag frá sjötta áratugnum

Katrín, Reimar og Salvör endurvekja félag frá sjötta áratugnum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Íbúar í áfalli og vilja fella ferlíkið – „Valdníðslan“ sérlega óprúttin í ljósi þess hverjir búa við Árskóga

Íbúar í áfalli og vilja fella ferlíkið – „Valdníðslan“ sérlega óprúttin í ljósi þess hverjir búa við Árskóga
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Þankar um aga og uppeldi

Björn Jón skrifar: Þankar um aga og uppeldi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Svandísi líta framhjá mikilvægu atriði sem átt hafi þátt í falli VG

Segir Svandísi líta framhjá mikilvægu atriði sem átt hafi þátt í falli VG