fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Eyjan

Anna Kolbrún segir að atburðarrásin sé furðuleg – „Hef­ur væg­ast sagt verið til skamm­ar“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 18. apríl 2021 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er merki­legt í sjálfu sér að formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins geti vel hugsað sér áfram­hald­andi sam­starf við VG. Það er merki­legt fyr­ir þær sak­ir að heil­brigðisráðherra hef­ur ekki bein­lín­is verið að beita sér fyr­ir ráðdeild og skyn­söm­um lausn­um, sem gagn­ast íbú­um þessa lands sem best.“

Svona hefst pistill sem Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, skrifar en pistillinn birtist í Morgunblaðinu í gær. Í pistlinum hjólar hún í íslenska heilbrigðiskerfið og svo virðist vera sem hún skelli skuldinni á Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra.

„Und­an­far­in ár hafa hrann­ast upp biðlist­ar, ekki aðeins biðlist­ar vegna liðskiptaaðgerða held­ur eru biðlist­ar í fjölda aðgerða. Um síðustu ára­mót biðu 517 ein­stak­ling­ar eft­ir liðskiptaaðgerð á mjöðm og af þeim höfðu 64% þeirra beðið um­fram þá 90 daga sem eru viðmiðun­ar­mörk Land­læknisembætt­is­ins,“ segir Kolbrún í pistlinum.

Hún bendir þá á að 999 einstaklingar hafi beðið eftir aðgerð á hné og að 72% þeirra hafi beðið lengur en í þá 90 daga sem miðað er við. „Beðið var eft­ir rúm­lega 1.700 aðgerðum á auga­stein­um og þar af voru 53% um­fram 90 daga viðmiðið. Fleira mætti nefna en til að gera langa sögu stutta þá voru það aðeins fjór­ir aðgerðaflokk­ar af 18 sem ekki fóru yfir 90 daga viðmiðun­ar­mörk­in. Það voru kran­sæðaaðgerðir, hjarta­lokuaðgerðir, brjóst­námsaðgerðir og aðgerðir á blöðru­hálskirtli.“

Drög að reglugerð um endurgreiðslu kostnaðar vegna þjónustu sjálfstætt starfandi sérgreinalækna sem starfa án samnings við Sjúkratryggingar Íslands má sjá í samráðsgátt stjórnvalda. Anna segir að ýmsar spurningar vakni við lestur þessara draga.

„Er til dæm­is verið að ríg­festa enn frek­ar þá biðlista­menn­ingu sem hef­ur vaxið svo um mun­ar und­an­far­in miss­eri með til­heyr­andi þján­ing­um þeirra sem bíða? Eða er nú end­an­lega kom­in sönn­un þess sem marg­ir höfðu ótt­ast, að tvö­falt heil­brigðis­kerfi yrði að veru­leika?

Aðfarir

Anna talar þá um aðfarir, annars vegar aðför að rekstri hjúkrunarheimila og hins vegar aðför að heilsu kvenna. Hún byrjar á að fara yfir hjúkrunarheimilin en hún segir rekstur þeirra vera í uppnámi. Hún segir að uppnámið megi rekja til saminga á milli Sjúkratrygginga Íslands og þeirra sem tekið hafa að sér rekstur heimilana.

„Sveit­ar­fé­lög þurftu að segja upp samn­ing­um sín­um við SÍ þar sem eng­in hlust­un­ar­skil­yrði voru við heil­brigðisráðuneytið og ekkert sam­ræmi milli hjúkr­un­arþarfa íbúa og daggjalda. Þau sveit­ar­fé­lög sem áttu í hlut höfðu ít­rekað bent á það, en án ár­ang­urs. Íbúar hjúkr­un­ar­heim­ila eru oft nefnd­ir okk­ar viðkvæm­asti hóp­ur og þess vegna á að vanda til verka með virðingu að leiðarljósi. Dag­gjöld rík­is­ins dugðu á eng­an hátt fyr­ir rekstr­in­um og til að toppa tregðu SÍ sem samn­ingsaðila stóð til að segja upp öllu starfsfólki.“

Kolbrún segir að sem betur fer hafi uppsagnir verið dregnar til baka. „Meiri­hluti starfs­fólks eru kon­ur og merki­legt að sú staða hafi komið upp, að stefna starfs­ör­yggi þeirra í full­komna óvissu, sama starfs­fólk sem hef­ur lagt á sig ómælda vinnu og um­hyggju gagn­vart því heim­il­is­fólki sem býr á heim­il­un­um. Það á aldrei að van­meta góð og traust tengsl á milli starfs­fólks og heim­il­is­manna,“ segir hún.

„Til skammar“

Næst talar Kolbrún um heilsu kvenna og nefnir þá helst vandamálið varðandi skimanir fyrir krabbameinum hjá konum. „Í byrj­un árs 2019 tók heil­brigðisráðherra ákvörðun um að færa skimanir fyr­ir krabba­mein­um hjá kon­um yfir til op­in­berra stofn­ana. Nú á að rík­i­s­væða for­varn­ir. Í byrj­un árs lá ljóst fyr­ir að gengið yrði til samn­inga við Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins og að rannsókn­ar­stofa í Dan­mörku ætti að standa að grein­ing­um á leg­háls­sýn­um, þrátt fyr­ir að full­kom­inn búnaður væri til hér á landi,“ segir hún.

Kolbrún segir að þessi til­færsla skimana sé ein alls­herj­araðför að heilsu kvenna en margar konur bíða enn eftir niðurstöðu úr skimuninni. „Þær fá mis­vís­andi svör, ef þá þær fá þá svör og það er með öllu óá­sætt­an­legt að setja kon­ur í þessa óvissu, biðin ein og sér er al­ger­lega óboðleg. Hvernig staðið hef­ur verið að flutn­ingi skimana fyr­ir brjósta- og leg­hálskrabba­mein­um til heilsu­gæslu og sjúkra­húsa hef­ur væg­ast sagt verið til skamm­ar,“ segir hún.

„Öll þessi at­b­urðarás er furðuleg og aðför að vel­ferð lands­manna. Mál er að linni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Dýr myndi Jón Gunnarsson allur – kvalræði Sjálfstæðisflokksins ætlar engan enda að taka

Orðið á götunni: Dýr myndi Jón Gunnarsson allur – kvalræði Sjálfstæðisflokksins ætlar engan enda að taka
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Aumkunarvert að reyna að draga frambjóðendur með sér í skítinn – „Súrrealismi í boði Sjálfstæðisflokksins“

Aumkunarvert að reyna að draga frambjóðendur með sér í skítinn – „Súrrealismi í boði Sjálfstæðisflokksins“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn nær nýjum lægðum í nýrri könnun

Sjálfstæðisflokkurinn nær nýjum lægðum í nýrri könnun
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni