fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Eyjan

Segir ný lög Áslaugar geta skapað ágreining milli foreldra

Bjarki Sigurðsson
Föstudaginn 16. apríl 2021 15:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær samþykkti Alþingi lagatillögu Áslaugar Örnu dómsmálaráðherra um skipta búsetu barna. Með lögunum var stórt skref stigið í átt að jafnrétti foreldra eftir skilnað.

Matthías Freyr Matthíasson hefur í mörg ár talað með því að svipuð lög og Áslaug lagði til yrðu sett fram og er hann þakklátur Áslaugu fyrir að taka þetta fyrsta skref. Hann ræðir lögin í pistli sem hann birti á vísir.is í dag.

Matthías á sjálfur barn með konu sem hann er ekki lengur giftur og sömdu þau um skipta búsetu barnsins. Matthías gat ekki nálgast eðlilegar upplýsingar um dóttur sína í gegnum Þjóðskrá en móðir hennar gat það. Hann þurfti því að ræða við barnsmóður sína til að fá upplýsingar um tómstundir, heilsufarslegar upplýsingar eða fjárhagslegar upplýsingar.

„Í raun þetta gríðarlega ójafnvægi sem kerfið skapaði á milli mín og barnsmóður minnar þar sem lögheimili dóttur okkar var hjá barnsmóður minni,“ skrifar Matthías en hann gladdist óheyrilega þegar Áslaug lýsti yfir vilja sínum til að breyta lögum með því markmiði að jafna stöðu foreldra.

„Við lestur á þessum breytingum er margt sem er gott og jákvætt en hins vegar er það mat þess sem þetta ritar að ekki nægjanlega langt er gengið er varðar ákveðin efni. En er það svo að lögheimilisforeldri hefur enn vald til að taka afgerandi ákvarðanir eins og það er orðað í lögunum, um daglegt líf barns. Samt kemur fram í sömu grein að forsjárforeldrar sem samið hafa um skipta búsetu eigi þeir að taka sameiginlegar afgerandi ákvarðanir,“ segir Matthías og bendir á þetta ósamræmi í lögunum. Allar þessar forsendur snúa að því að foreldrar geti samið sín á milli.

Hann segir viðhorf foreldra sem hafa slitið sambúð alltaf vera að þróast í betri átt og fólk átti sig meira á því að það er velferð barnsins sem á að vera í fyrirrúmi.

„En vegna þessa að samningsvilji foreldra er „skilyrði“ til þess að lögin virki sem skyldi, þá er enn ójafnvægi á milli lögheimilisforeldris og búsetuheimilisforeldris. Staðan er sú í dag að meðlag og barnabætur renna til lögheimilisforeldris og eiga þeir fjármunir að sjá til að uppfylla þarfir barnsins. En með því að setja á laggirnar „búsetuheimilisforeldri“ (endurtek, skref í rétta átt) sem er samningsatriði á milli foreldra, er komin fjárhagslegur hvati lögheimilisforeldris til þess að synja þessari beiðni „búsetuheimilisforeldri“. Það getur gert það að verkum að samningsvilji hverfi eða minnki,“ segir Matthías og bendir á að þetta gæti skapað ágreining milli foreldra.

„Ég veit þess dæmi að foreldrar sem deila forsjá og eru með jafna umgengni nú þegar, barnið er orðið stálpað og allt hefur gengið ljómandi vel í uppeldi barnsins fyrir utan að foreldrið sem ekki er lögheimilisforeldri, hefur ekki haft tök á að fá upplýsingar, barnið er ekki skráð sem hluti af fjölskyldu umgegnisforeldris og margt fleira eins og ég lýsi hér að ofan. Þessir foreldrar sjá ekki hag sinn í því að semja í dag um breytingu á stöðunni, það er að segja, verða lögheimili og búsetuheimili því það sem myndi gerast í kjölfarið að barnabætur munu minnka, húsaleigubætur munu skerðast o.fl,“ segir Matthías að lokum og bendir á að flest sé til bóta en enn megi lagfæra og styrkja lögin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla búin að senda Trump heillaóskir

Halla búin að senda Trump heillaóskir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar