fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Eyjan

Jónína segist ekki vera heilaþvegin af Kínverjum

Bjarki Sigurðsson
Föstudaginn 16. apríl 2021 09:37

Jónína Bjartmarz og Jin Zhijian, sendiherra Kína Mynd- Félag atvinnurekenda

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jónína Bjartmarz, formaður Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins og fyrrum umhverfisráðherra, er mikill aðdáandi Kína og hefur til að mynda rekið veitingastað þar í landi. Henni finnst fordómar gagnvart Kínverjum vera miklir og segir þá vera byggða á vestrænum áróðri. Jónína segir frá þessu í pistil sem hún skrifar í Morgunblaðið í dag.

„Íslend­ing­ar sem koma í fyrsta skipti til Kína lýsa jafn­an undr­un sinni á hversu allt er þar með öðrum brag en þeir ætluðu. Kona ein, sem hóf Kína­æv­in­týri sitt fyr­ir nokkr­um árum í Pek­ing, sagðist hafa bú­ist við mik­illi mannþröng og troðningi alls staðar og að all­ir klædd­ust ma­ó­jökk­um og væru með grímu vegna meng­un­ar. Það sem við henni blasti hins veg­ar var heiður og blár him­inn, frjáls­legt og fal­lega klætt fólk á gangi í ró­leg­heit­um og hún sá eng­an með and­lits­grímu. Hún sagði enga aðra skýr­ingu á þess­um rang­hug­mynd­um sín­um en ófull­nægj­andi og oft­ast nei­kvæða um­fjöll­un fjöl­miðla hér heima um Kína og Kín­verja,“ skrifar Jónína en í gær var Jónas Haraldsson lögfræðingur settur á svartan lista Kínverja og má því ekki ferðast til landsins.

Jónas er eini Íslendingurinn á þessum lista og voru það skrif hans í Morgunblaðið sem komu honum þangað. Hann hefur gagnrýnt umgengni við fasteign sem var í eigu kínverska sendiráðsins í skrifum sínum, rætt þátt Kína í Covid-19 heimsfaraldrinum og kínverska ferðamenn.

Jónína segir alls kyns alhæfingar um Kína og Kínverja vera undirrót fordóma. Hún vill þó meina að erfitt sé að taka mark á þeim í ljósi stærðar og fjölbreytni þjóðarinnar.

„Kín­verj­ar eru meira en tvisvar sinn­um fleiri en all­ir Evr­ópu­bú­ar og Rúss­ar sam­tals. Auk þess er kín­verska þjóðin sam­sett af að minnsta kosti 56 þjóðern­is­brot­um (e. et­hnic groups), Han-Kín­verj­um og 55 minni­hluta­hóp­um, hver með sína sögu og menn­ingu. Þótt rit­málið sé nán­ast eitt og það sama skipta tungu­mál og mál­lýsk­ur í Kína hundruðum. Það sem við í dag­legu máli köll­um kín­versku er manda­rín, rík­is­málið sem kennt er í öll­um skól­um og ger­ir Kín­verj­um kleift að eiga inn­byrðis sam­skipti,“ segir Jónína en eitt af því sem heimsbyggðin hefur gagnrýnt við Kína er eins barns reglan þeirra. Samkvæmt henni mega hjón aðeins eignast eitt barn og var reglan sett á til að styðja gegn offjölgun.

Reglan er þó ekki í gildi enn í dag þar sem tala þeirra sem fengu undanþágu frá henni hækkaði stanslaust. Til dæmis máttu hjón sem sjálf voru einbirni eignast fleiri en eitt barn og þeir sem höfðu fjárhagslega burði til að ala fleira en eitt barn fengu einnig undanþágu. Þessi 55 þjóðernisbrot sem rætt var um hér á undan voru einnig undanskilin reglunni.

„Ekki aðeins hafa Uyg­h­ur-Kín­verj­ar og önn­ur minni­hlutaþjóðern­is­brot verið und­anþegin skip­an­inni um eitt barn, held­ur er það bundið í stjórn­ar­skrá Kína að þau njóti jafn­framt ým­issa for­rétt­inda og hlunn­inda um­fram Han-Kín­verja. Þessu er ætlað að styðja við og tryggja sterk­ari fé­lags­lega, efna­hags­lega og fjár­hags­lega stöðu þeirra. Þannig greiða þau að ein­hverju leyti lægri skatta og til nem­enda sem þess­um þjóðern­is­brot­um til­heyra eru gerðar minni kröf­ur, bæði hvað varðar inn­göngu í há­skóla og frammistöðu í námi,“ segir Jónína að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Dýr myndi Jón Gunnarsson allur – kvalræði Sjálfstæðisflokksins ætlar engan enda að taka

Orðið á götunni: Dýr myndi Jón Gunnarsson allur – kvalræði Sjálfstæðisflokksins ætlar engan enda að taka
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Aumkunarvert að reyna að draga frambjóðendur með sér í skítinn – „Súrrealismi í boði Sjálfstæðisflokksins“

Aumkunarvert að reyna að draga frambjóðendur með sér í skítinn – „Súrrealismi í boði Sjálfstæðisflokksins“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn nær nýjum lægðum í nýrri könnun

Sjálfstæðisflokkurinn nær nýjum lægðum í nýrri könnun
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni