fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Eyjan

Sakar eigin flokk um pólitískar hreinsanir – „Skelfileg árás á heilög grunngildi“

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 15. apríl 2021 17:30

Ágúst Ólafur Ágústsson, Logi Einarsson og Oddný G. Harðardóttir, þingmenn Samfylkingarinnar. Mynd/Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgir Dýrfjörð, meðlimur í flokksstjórn Samfylkingarinnar, sakar eigin flokk um pólitískar hreinsanir í pistli sem birtist á Vísi í dag. Á þessu ári hefur Birgir verið óhræddur við að gagnrýna Samfylkinguna, en hann hætti í uppstillingarnefnd flokksins í janúar vegna ósættis. Hann hefur meðal annars verið ósáttur með hvernig farið var að í málum tengdum þingmanninum Ágústi Ólafi Ágústssyni.

Í pistli sínum heldur hann því fram að Samfylkingin beiti ritskoðun til að hefta tjáningarfrelsi einstaklinga innan flokksins. Hann segir að það hafi sést í færslu sem stjórn flokksins gaf út á Facebook-hóp meðlima flokksins.

Að hefta tjáningarfrelsi einstaklinga er mikill glæpur og svívirða gegn sjálfsvirðingu og frelsi hverrar manneskju.

Það var því skelfileg árás á heilög grunngildi lýðræðisjafnaðarmanna þegar sjö manna stjórn Samfylkingarinnar, formaður meðtalinn, (öll fullorðið fólk) gaf út sameiginlega yfirlýsingu um ritskoðun á lokuðum innri samskiptavef (facebook) Samfylkingarinnar.

Samkvæmt Birgi snerist umrædd yfirlýsing um að stjórnandi í Facebook-hópnum þyrfti að samþykkja færslu áður en hún birtist. Að hans mati eru stjórnendur hópsins þar með að taka sér hlutverk „hugsanalöggu“. Hann vill meina að þessi ákvörðun hafi verið tekin til að stöðva gagnrýni í garð forustu Samfylkingarinnar.

Enda var ritskoðun þessi alls ekki sett á til að bjarga sóma flokksmanna og forða þeim frá að nota óvandað orðbragð um andstæðinga.

Hún var sett til, að hægt væri stöðva vaxandi gagnrýni flokksfólks á forustu flokksins.

Einnig vill Birgir meina að pólitískar hreinsanir eigi sér stað innan Samfylkingarinnar, en hann vill meina að Ágúst Ólafur Ágústsson, Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir og Einar Kárason hafi verið hreinsuð af listum flokksins fyrir komandi kosningar. Líkt og komið hefur fram voru listarnir að miklu leiti byggðir á kosningu flokksmeðlima, en Birgir gefur lítið fyrir það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur segir freistingar hjá stjórnmálafólki að breikka gjá milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar

Dagur segir freistingar hjá stjórnmálafólki að breikka gjá milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: VG út og Samfylking inn eða hrein vinstri stjórn nema miðjuflokkarnir bæti stöðu sína

Þorsteinn Pálsson: VG út og Samfylking inn eða hrein vinstri stjórn nema miðjuflokkarnir bæti stöðu sína
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum