fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Eyjan

Gunnar Smári skammast í Pírötum og fær rauða spjaldið: „Þetta er það sem vinstra fólk kallar sófakomma-kjaftæði“

Heimir Hannesson
Sunnudaginn 11. apríl 2021 17:30

Mynd Samsett/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og DV greindi frá fyrr í dag var Gunnar Smári Egilsson, formaður Sósíalistaflokks Íslands gestur Egils Helgasonar í Silfri Egils. Þar sagði Gunnar Smári mikla samstöðu meðal þjóðarinnar um harðar aðgerðir með tilheyrandi frelsisskerðingu til þess að berjast gegn faraldri Covid-19.

Þessa sömu skoðun viðraði Gunnar þá jafnframt á Facebook síðu Sósíalistaflokks Íslands í gær og urðu miklar umræður um skoðun Gunnars, en ekki voru allir á eitt sammála um greiningu hans á stöðu mála.

Í færslunni vísaði Gunnar til fréttar RUV þar sem tekin voru viðtöl við unglinga í framhaldsskólum um stöðuna á faraldrinum og skrifaði:

Almenningur fær rödd í fréttatíma Ríkisútvarpsins. Þó þetta sé ekki marktækt úrtak þá vita allir sem á annað borð fara um meðal almennings að þetta er akkúrat vilji mikils meirihluta fólks, líklega um 90-95% fjöldans. Förum nýsjálensku leiðina; beitum hörðum sóttvörnum á landamærunum í von um að geta eðlilegu lífi innan þeirra. Sigríður Andersen, Brynjar Níelsson og nýfrjálshyggjuarmur Pírata lýsa sérvisku mikils minnihluta fólks, algjörri jaðarskoðun.

Einn svarar Gunnari og segist skilja skrif Gunnars þannig að píratar hafi talið ákvarðanir ráðherrans stangast á við lög. „Varla telst það jaðarskoðun að benda á slíkt. Það þarf að breyta lögunum og loka landinu nema fyrir þeim sem vilja dvelja í sóttkví eins lengi og þarf til að tryggja samfélagið gegn smiti,“ segir sá.

„Píratar,“ svarar Gunnar, „lögðust á sveif með S. Andersen-arminum á þingi við að skilgreina sóttvarnarhús þannig í lögunum að þau urðu gagnslaus.“

Björn Leví, þingmaður Pírata, blandar sér þá í umræðuna og skrifar:

„Nýfrjálshyggja að benda á að ráðherra sé ekki með lagaheimildir fyrir ákvörðunum sínum. Gætir þú ofnotað þetta hugtak aðeins meira, Gunnar?“

Björn heldur áfram: „Það er nákvæmlega þetta sem er vandamál íslenskra stjórnmála. Þú ert að mála nákvæmlega sömu mynd og gömlu flokkarnir með með öðrum litum. Með svona stjórnmál gera sósíalistar bara nákvæmlega það sama og allir hinir.

Til hamingju. Ég vona að fólk sjái í gegnum þetta og hafni gömlu stjórnmálunum í nýjum grímubúningi.“

Gunnar svarar fyrir sig af miklum þunga: “Æ, hættu nú,“ og segir það víst nýfrjálshyggju að takmarka skilgreiningu á sóttvarnarhúsi með þeim hætti að sóttvarnalækni sé gert ókleift að beita því úrræði. „Þið samþykktuð þessi lög, fulltrúar ykkar þvældu á þingi um mannréttindi og virtust alls ekki skilja að nauðsynlegt sé að takmarka rétt einstaklinga til að verja fjöldann, eins og dómarinn sem dæmdi reglugerðina ólöglega benti á að væri hin almenna regla. Nema hjá hinu heimska alþingi, þar ráða nú delluhugmyndir hinnar uppbelgdu einstaklingshyggju, sem eru andlegur grunnur nýfrjálshyggjunnar, og þið fallið flöt fyrir.“

„Og plís, ekki bjóða okkur upp á að þið séuð kyndilberar hinna nýju stjórnmála. Í þessu máli eruð þið eins og Sigríður Andersen kyndilberar hinna heimsku nýfrjálshyggju, sem hafnar skyldu ríkisvaldsins til að vernda líf og limi fjöldans ef það færir breytir stofusóttkví í vist á sóttvarahóteli, að réttur fólks til að fara heim í þessa fimm daga sé mikilvægari möguleikanum á smitlausu samfélagi,“ skrifar Gunnar áfram.

Árásirnar halda svo áfram á víxl. Gunnar Smári fer mikinn þar til einn gefur Gunnari Smára rauða spjaldið: „Svona á stjórnmálaumræða ekki að fara fram. Lélegt,“ skrifar hann.

Gunnar heldur samt áfram og vænir Halldóru Mogensen, sem síðar blandaði sér í umræðuna, um „sófakomma-kjaftæði,“ og segir Björn Leví vera úti á túni. Hann vænir Halldóru jafnframt um að telja Þórólf Guðnason fasista.

Halldóra svarar:

Gott múv. Snúa áhyggjum mínum af stjórnlyndisákvörðunum ríkisstjórnar yfir í að ég telji sóttvarnarlækni vera fasista. Telur þú þína orðræðu vera í samræmi við orðræðu sósíalista sem umbótaafl í pólitík? Eða snúast umbæturnar ekki um aðferðafræði? Finnst þér sjálfsagt að nota sömu aðferðir og þeir sem þú telur þig vera að berjast gegn til að ná tilsettum markmiðum?

Aðrir virtust gera sér glaðan dag yfir umræðunum: „Hahaha, „Nýfrjálshyggjuarmur Pírata,““ skrifaði einn, og skeytti broskarli við.

Umræðuna í heild sinni má sjá hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Dýr myndi Jón Gunnarsson allur – kvalræði Sjálfstæðisflokksins ætlar engan enda að taka

Orðið á götunni: Dýr myndi Jón Gunnarsson allur – kvalræði Sjálfstæðisflokksins ætlar engan enda að taka
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Aumkunarvert að reyna að draga frambjóðendur með sér í skítinn – „Súrrealismi í boði Sjálfstæðisflokksins“

Aumkunarvert að reyna að draga frambjóðendur með sér í skítinn – „Súrrealismi í boði Sjálfstæðisflokksins“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn nær nýjum lægðum í nýrri könnun

Sjálfstæðisflokkurinn nær nýjum lægðum í nýrri könnun
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni