fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Eyjan

Þingmaður Miðflokks líkir ríkisstjórnarsamstarfinu við faraldurinn – „Dettur mér helst í hug svartur strútur“

Heimir Hannesson
Laugardaginn 10. apríl 2021 12:30

Sigurður Páll Jónsson þingmaður Miðflokksins. mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokksins fyrir Norðvesturkjördæmi segir Covid-19 faraldurinn hafa verið ófyrirséðan atburð, svokallaðan „black-swan“ atburð, en takist ríkisstjórninni að mynda annan meirihluta yrði það enn ófyrirséðari atburður.

Þetta segir Sigurður í aðsendri grein sem birtist í morgun á Vísi.

Sigurður vísar þar á hugtakið „black swan event,“ sem notað er yfir atburði sem enginn mátti sjá fyrir en höfðu víðtækar og langvarandi afleiðingar. Dæmi um slíka atburði eru hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin 11. september 2001 og Covid-19 faraldurinn.

Sigurður skrifar:

Nú, rúmu ári eftir að kórónuveiran lagði heiminn að fótum sér, verður spurningin, hvenær verður lífið aftur eðlilegt?, æ háværari. Til tilbreytingar fór að gjósa á Reykjanesi, eftir um 800 ára hlé, sem vissulega dreifir huganum og rifjar upp eldgosið í Eyjafjallajökli skömmu eftir efnahagshrunið. Þeir atburðir urðu meðal annars til þess að beina kastljósi heimsfjölmiðla að Íslandi.

Er hægt að svara spurningum um hvað sé eðlilegt?, hvað sé fordæmalaust? Getum við staðið frammi fyrir náttúruöflunum og krafist eðlilegs lífs? Sumum þykja slíkar kröfur ekki sjálfsagðar.

Sigurður gerir sér næst mat úr orðum Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur um að honum myndi hugnast vel að halda samstarfi við Framsóknarflokk og Vinstri græna áfram á næsta kjörtímabili. „Þeim gangi svo vel að vinna saman.“

„Sé litið á nokkur mál sem ríkisstjórnin hefur lagt fram á þessu kjörtímabili mætti halda að næðist um þau sátt innan þriggja eðlisólíkra flokka væri um „black swan event“ að ræða,“ skrifar Sigurður áfram og vísar til eftirfarandi lista af flokkum sem hann segir enga sátt vera um innan ríkisstjórnarinnar:

  1. Fjölmiðlafrumvarpið hefur ekki verið í breiðri sátt innan ríkisstjórnarinnar, helst hefur Sjálfstæðisflokkurinn haft út á það að setja.
  2. Frumvarp um Hálendisþjóðgarð sem umhverfisráðherra sagði þó í framsöguræðu sinni að væri unnið í breiðri sátt. Forseti Alþingis sagði í stuttri ræðu sinni sem óbreyttur þingmaður, aðeins einhver ,,grenjandi minnihluti“ væri á móti þessu vel unna máli. Þrátt fyrir þessar ræður mættu fulltrúar hinna ríkisstjórnarflokkana í ræðustól Alþingis með fangið fullt af fyrirvörum um frumvarpið.
  3. Þingsályktun um rammaáætlun virkjanakosta er í uppnámi en um hana er alls ekki sátt innan ríkisstjórnarflokkanna.
  4. Stjórnarskrármálið sem forsætisráðherra hefur mælti fyrir í vetur er ríkisstjórnarflokkunum þungt í skauti, svo ekki sé meira sagt.
  5. Tvö frumvörp sem Sjávarútvegsráðherra mælti fyrir í vetur um grásleppu, hryggleysingja og sandkola og frumvarp um atvinnu og byggðakvóta (5,3%) aflahlutdeildir. Bæði þessi mál eru ekki á dagskrá lengur inn í atvinnuveganefnd vegna ágreinings um þau innan ríkistjórnarflokkana.

„Áfram mætti telja upp mál sem ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur á erfitt að vera sammála um, þó formaður Sjálfstæðisflokksins Bjarni Benediktsson opni helst ekki munninn án þess að segjast vilja vera áfram með sömu flokkum í næstu ríkisstjórn,“ segir Sigurður.

Hann segir spurninguna um það hvenær lífið geti aftur orðið eðlilegt lifa góðu lífi eitthvað áfram, en hvað pólitíkina varðar minnir hann á að gott fylgi ríkisstjórnarflokkanna sé vegna velgengni sóttvarnayfirvalda og að ríkisstjórnin hafi haft gæfu til að fylgja þeirra ráðleggingum.

„Það gæti farið svo að skilgreina yrði röð afar ólíklegra atburða í stjórnmálum með heiti, dettur mér helst í hug SVARTUR STRÚTUR,“ skrifar Sigurður svo að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla búin að senda Trump heillaóskir

Halla búin að senda Trump heillaóskir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar