Morgunblaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að erlendar eignir sjóðanna hafi vaxið meira en innlendar síðustu 18 mánuði. Innlendar eignir jukust um 449 milljarða króna á tímabilinu en þær erlendu um 558 milljarða. Innlendar eignir eru samt sem áður enn töluvert stærri hluti af eignasafni sjóðanna en erlendar.
Í lok mars var hlutfall innlendra eigna 66,5% en erlendra 33,5%.