fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Eyjan

Birtir opið bréf til Kára vegna Kastljóssviðtalsins – „Hvet þig til að íhuga orð mín“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 9. apríl 2021 11:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helga Vala Helgadóttir ritar opið bréf til Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, í tilefni af viðtali Kastljóss við Kára í gær. Bréfið birti hún hjá Vísi.

Þar segist Helga bera mikla virðingu fyrir Kára og störfum hans. Eins kunni hún að meta beinskeytnina sem hann er þekktur fyrir.

„Ég kann vel við þetta sem og þá hreinskilni sem þú hefur tileinkað þér þegar þú segir hug þinn kinnroðalaust, stundum þannig að ég skell upp úr þegar ég nem að þú kunnir með einstaka orðum þínum að hafa farið ögn yfir strikið. Já, ég hef jafnvel gaman af því þegar ég horfi á óforskammað tilsvar þitt á köflum.“

Hins vegar var Helga ósammála mati Kára á niðurstöðu héraðsdóms í sóttvarnarhúss-málinu.  Kári telur dómara í málinu hafa gert mistök, en það segir Helga ekki vera rétt.

„Ég er í þeirri stöðu að vera hvort tveggja löglærð og hluti löggjafans og stýri að auki þeirri nefnd er annaðist vinnslu frumvarps heilbrigðisráðherra til breytinga á sóttvarnarlögum. Frumvarpið kom til þingsins rétt fyrir jól en gestakomur og vinnsla hófust strax á nýju ári eftir að umsagnarferli lauk. Skemmst er frá því að segja að ekkert í texta frumvarpsins, né heldur greinargerð með frumvarpi ráðherra sem skýrir betur einstaka greinar frumvarpsins og lýsir vilja höfundar, benti til þess að ætlunin væri að útbúa heimild til að skylda mætti ferðafólk til dvalar í sóttvarnarhúsi.

Þá var heldur ekki óskað eftir því af hálfu ráðherra að því yrði á síðari stigum vinnunnar bætt inn í frumvarpið. Í frumvarpinu voru hins vegar tvö íþyngjandi ákvæði sem nokkuð var deilt um meðal einstaka þingmanna, annars vegar um útgöngubann og hins vegar um skyldubólusetningu.“

Helga segir umræðuna sem átti sér stað á meðan frumvarpið var í vinnslu hafa verið á þá leið að sóttvarnarhús ætti að standa þeim til boða sem ættu ekki í önnur hús að venda. Á þessum tíma hafði átt sér stað skelfilegt bílslys í Skötufirði þar sem ung móðir og barn týndu lífi sínu en fjölskyldan var á leið heim í sóttkví. Umræðan hafi því miðað að því að koma í veg fyrir að fólk væri nauðbeygt til að aka langar vegalengdir án þess að geta hvílt sig.

„Í þeirri umræðu kom ekki til álita að húsið yrði notað til að skylda ferðafólk í sóttkví en áfram mátti skylda sýkta einstaklinga, sem neituðu að fara í einangrun, til dvalar í umræddu sóttvarnarhúsi. Stendur það ákvæði enn óhaggað.“

Enn fremur hafi stjórnarmeirihluti falið frá því að setja ákvæði um útgöngubann og skyldubólusetningu því það væri of íþyngjandi. Enginn hafi nefnt skyldudvöl í sóttkvíarhóteli, nema Helga sjálf.

„En gott og vel, á þeim tímapunkti nefndi hvorki sóttvarnarlæknir né heilbrigðisráðherra þörf á skyldudvöl í sóttvarnarhúsi, ég aumur stjórnarandstöðuþingmaður fann mig því ekki knúna til að berjast fyrir slíku ákvæði, enda hafði enginn sýnt neinn vilja til þess.“

Helga hafi þó skrifað undir nefndarálitið með þeim fyrirvara að betra væri að setja frekari heimildir til ráðherra, þó aldrei kæmi til þess að þær yrðu notaðar. Eins vildi hún að ráðherra bæri íþyngjandi ákvarðanir sínar undir Alþingi til staðfestingar, líkt og tíðkist annars staðar í heiminum.

„Kæri Kári. Við viljum standa saman að sóttvörnum og við viljum bæði fylgja sóttvarnarlækni en ég vil líka að ráðamenn þjóðarinnar, sem falið hefur verið að fara með framkvæmdavaldið, tryggi að fyrir öllum ákvörðunum sínum sé skýr lagastoð. Það er grundvallaratriði í réttarríki að valdhafar fari að leikreglum sem settar eru til varnar borgurum landsins. Þ

að er enda hægðarleikur að bæta nauðsynlegum ákvæðum við sóttvarnarlögin ef vilji stendur enn til þess enda tel ég, án þess að hafa talið ígrundað í þingsal, meirihluta fyrir slíkri lagasetningu á Alþingi.“

Biður Helga Kára að lokum að íhuga hvort rétt sé að tala niður dómstóla landsins sem aðeins dæmi eftir gilandi lögum.

„Ég er ekki viss um að við aukum samstöðu meðal þjóðarinnar og hvet þig til að íhuga orð mín, sem sett eru fram, svo ég endurtaki, í fullri vinsemd og af virðingu um leið og ég þakka þér af öllu hjarta fyrir það starf sem þú og starfsfólk þitt hafið unnið í þágu þjóðarinnar undanfarið rúmt ár. Það er ómetanlegt.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Dýr myndi Jón Gunnarsson allur – kvalræði Sjálfstæðisflokksins ætlar engan enda að taka

Orðið á götunni: Dýr myndi Jón Gunnarsson allur – kvalræði Sjálfstæðisflokksins ætlar engan enda að taka
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Aumkunarvert að reyna að draga frambjóðendur með sér í skítinn – „Súrrealismi í boði Sjálfstæðisflokksins“

Aumkunarvert að reyna að draga frambjóðendur með sér í skítinn – „Súrrealismi í boði Sjálfstæðisflokksins“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn nær nýjum lægðum í nýrri könnun

Sjálfstæðisflokkurinn nær nýjum lægðum í nýrri könnun
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni