fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Eyjan

Segir að það sé ekki bara kreppa heldur líka blússandi góðæri

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 30. mars 2021 21:00

Gylfi Zoëga

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Zoëga hagfræðingur segir að tekist hafi að verja 90% af hagkerfi landsins en 10%, sem eru ferðaþjónustan, séu í frosti. Hann segir að ekki sé bara kreppa vegna kórónuveirufaraldursins, en sú kreppa bitni helst á atvinnulausum, heldur sé líka blússandi góðæri. Kaupmáttur hafi aldrei verið meiri og Íslendingar eyði núna ekki lengur peningum í útlöndum heldur versli innanlands sem komi hagkerfinu vel. Stjórnvöld hafi gripið til réttra aðgerða, þ.e. að halda lífvænlegum fyrirtækjum gangandi með miklum stuðningi og lækka vexti.

Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld þar sem Gylfi var í viðtali.

Gylfi segir að glapræði sé að opna landið frekar fyrir erlendum ferðamönnum til að freista þess að ná uppsveiflu í ferðaþjónustunni. Miðað við ástand faraldursins í nágrannalöndum sé ólíklegt að það gengi aftur og heildarhagsmunirnir séu svo miklu meiri af því að koma í veg fyrir að faraldurinn breiðist ennfrekar út hér innanlands og lami samfélagið.

Orðrétt segir Gylfi um þau áform stjórnvalda að taka upp svokallað litakóðunarkerfi 1. maí til að liðka fyrir komum ferðamanna frá öruggari svæðum:

Já mér finnst að það ætti að gera áætlun sem hugsar um heildarhagsmuni, ekki bara eina atvinnugrein. Reynir að varðveita þetta sumar sem ferðasumar fyrir Íslendinga. Hver Íslendingur eyðir mjög miklu í samanburði við erlenda ferðamenn. Svo er hægt að bæta við einhverjum öruggum, bólusettum útlendingum sem fara í próf eða eitthvað slíkt ofan á. En ekki taka sénsinn með að missa bæði innlenda ferðaþjónustu og hitt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur segir freistingar hjá stjórnmálafólki að breikka gjá milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar

Dagur segir freistingar hjá stjórnmálafólki að breikka gjá milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: VG út og Samfylking inn eða hrein vinstri stjórn nema miðjuflokkarnir bæti stöðu sína

Þorsteinn Pálsson: VG út og Samfylking inn eða hrein vinstri stjórn nema miðjuflokkarnir bæti stöðu sína
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum