fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Eyjan

Guðjón segir frá því hvers vegna hann yfirgaf Sjálfstæðisflokkinn – Sakar Bjarna um að vilja ganga í ESB

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 30. mars 2021 15:00

Valhöll og Guðjón Smári Agnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðjón Smári Agnarsson viðskiptafræðingur kaus Sjálfstæðisflokkinn frá því hann var rúmlega tvítugur og alveg fram að bankahruni (með undantekningum), en hefur nú snúið baki við flokknum.

Í grein í Morgunblaðinu í dag lýsir Guðjón því hvers vegna hann telur sig ekki geta kosið Sjálfstæðisflokkinn lengur. Guðjón telur að Bjarni Benediktsson sé að breyta Sjálfstæðisflokknum í krataflokk og bæði hann og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vilji leynt að Ísland gangi í Evrópusambandið þó að þeir telji enn um sinn ekki ráðlegt að gefa þá afstöðu upp:

„Ég tek af­stöðu til flokka einkum eft­ir því hvernig þeir vilja halda í sjálf­stæði þjóðar­inn­ar og hvaða af­stöðu þeir hafa til at­vinnu­rekstr­ar lít­illa og meðal­stórra fyr­ir­tækja. Reynd­ar er það þannig að frá því að nú­ver­andi formaður tók við hef ég ekki getað kosið Sjálf­stæðis­flokk­inn á landsvísu. Það er geymt en ekki gleymt að hann hélt því fram í Frétta­blaðinu fyr­ir u.þ.b. 15 árum að hann væri þeirr­ar skoðunar að Ísland ætti að ganga í Evr­ópu­sam­bandið. Þó að margt gott megi segja um mann­inn og þó að hann hafi ým­is­legt gott gert í fjár­málaráðuneyt­inu þá er það afar ótrú­verðugt að flokk­ur hafi formann sem hef­ur önd­verðar skoðanir við grund­vall­ar­stefnu flokks­ins. Ég hef skynjað orð hans um sjálf­stæðismál þannig að hann hafi ekki skipt um skoðun á mál­inu – bara að það henti ekki að ganga inn um þess­ar mund­ir. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn verður að standa und­ir nafni, ann­ars er ekki hægt að kjósa hann. Mér virðist að hann sé að breyt­ast í krata­flokk. Kannski held­ur for­ysta flokks­ins að þeir nái inn kröt­un­um sem gengu út og stofnuðu Viðreisn. Þá gleyma þeir fólk­inu sem hef­ur kosið flokk­inn vegna þess að hann hef­ur staðið vörð um sjálf­stæði lands­ins.“

Guðjón les hina meintu ESB-ósk Bjarna og Guðlaugs ekki síst út úr þeirri ráðstöfun stjórnvalda í bóluefnaöflun að halda sig algjörlega við áætlun ESB:

„Ég hef reynd­ar haft það á til­finn­ing­unni í mörg ár að for­sæt­is­ráðherra og heil­brigðisráðherra séu líka þeirr­ar skoðunar að Íslend­ing­ar eigi að ganga í ESB – bara ekki strax. Aðgerðir rík­is­stjórn­ar­inn­ar við pönt­un bólu­efn­is gegn Covid-19 styrkja þess­ar grun­semd­ir mín­ar, þar sem samþykkt var að ganga í eina sæng með ESB og rík­is­stjórn­in af­salaði þeim sjálf­sagða rétti frjáls og full­valda rík­is að geta keypt bólu­efni eft­ir öðrum leiðum. Það var ekki við hæfi að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn tæki þá af­stöðu.“

Guðjón tekur líka að gengið hafi verið of hart fram í sóttvörnum undanfarið miðað við fjölda smita og með þeim aðgerðum sé rekstrargrundvelli lítilla og meðalstórra fyrirtækja ógnað. Rekstrarleg og hagfræðileg sjónarmið hafi orðið útundan. „Þó að veir­an komi frá Kína þurfa aðgerðir Íslend­inga gegn veirunni ekki að vera í komm­ún­ísk­um anda,“ segir Guðjón.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla búin að senda Trump heillaóskir

Halla búin að senda Trump heillaóskir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar