fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Eyjan

Davíð fór í bólusetningu – Sakar stjórnvöld um aulaskap

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 27. mars 2021 18:00

Davíð Oddsson telur aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn verðbólgu vera gagnslaust hálfkák.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Höfundur Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins, sem er kominn yfir sjötugt, fór í bólusetningu niður í Laugardalshöll á föstudaginn. Miðað við þær upplýsingar er ljóst að höfundur skrifanna er Davíð Oddsson, annar ritstjóri blaðsins.

Davíð lýkur miklu lofsorði á skipulag og framkvæmd bólusetningar og segir að kátt hafi verið í höllinni og mjög fjölmennt þegar hann fékk bólusetninguna.

Davíð segir að eftir bólusetningarklúður ríkisstjórnarinnar verði þjóðin seint fullbólusett. Stjórnvöld hafi gert stór mistök með því að binda sig við bóluefnaáætlun Evrópusambandsins. Hann segir jafnframt að ESB hafi komið óorði á AstraZeneca bóluefnið í hefndarskyni vegna þess að ríki utan sambandsins náðu forskoti í bólusetningum. Ber Davíð fyrir sig leyniþjónustumanninn og metsölurithöfundinn Fredeick Forsyth í þeim efnum:

„For­syth sagði á þá leið í vik­unni að það væri hefnd­arþorst­inn sem stýrði nú af­stöðunni til Breta hjá gagns­litlu spír­un­um sem stjórna ESB og sum­um aðild­ar­lönd­um þess. En hefnd­arþorst­inn sá sé nú í bland við hróp­andi skömm yfir getu­leysi þeirra sjálfra. Þetta verði allt skilj­an­legra sé rétt litið um öxl. Það mátti hafa verið öll­um ljóst sl. vor, að mati For­syth, að ein­ung­is eitt bjargráð gæti ráðið úr­slit­um í þess­um helj­arslag. Það sner­ist um að ná í tæka tíð að fram­leiða virkt bólu­efni gegn kór­ónu­veirunni, sem væri öfl­ugt og án al­var­legra auka­verk­ana.“

Það var breskt fyrirtæki sem þróaði AstraZeneca og segir Davíð að Boris Johnson forsætisráðherra hafi tekið áhættu sem hafi borgað sig þegar hann ákvað að taka efnið í notkun. Hugrekki sé nauðsynlegt á þessum tímum og jafnvel að taka áhættu með ekki fullreynt bóluefni:

„Breska rík­is­stjórn­in hefði gert það sem rík­is­stjórn­ir gera svo sjald­an. Hún stökk á hug­mynd­ina, þótt ófull­b­urða væri, og tók með því mikla áhættu. Og lukk­an féll í þetta sinn fyr­ir hug­rekk­inu eins og stund­um áður. Stóra dæmið sem allt hékk á gekk upp. American Pfizer varð vissu­lega hálf­um mánuði fyrra til. En fram­leiðslan þurfti fleiri en einn í bar­átt­una. Bæði fyr­ir­tæk­in stóðust ör­yggis­kröf­ur. Og Bret­ar virkjuðu nú þá samn­inga sem þeir höfðu áður gert til bráðabrigða. Allt var sett á fulla ferð. Tekið var til við að af­greiða pant­an­ir af krafti og bólu­setn­ing hófst.“

Á sama tíma hafi ESB setið aðgerðalaust:

„En rík­is­stjórn­ir ESB, hvað gerðu þær? Héldu sitj­end­um sín­um volg­um á meðan. Loks­ins tóku þó ein­hverj­ir að vakna af svefni sín­um og sleni. Þá tóku þau, skelf­ingu lost­in, loks að kalla eft­ir bólu­efn­um. Kröfðust þess loks í ör­vænt­ingu sinni að samn­ing­um yrði rift við þá sem sýnt höfðu djörf­ung og dug á meðan ESB svaf.

En eðli máls­ins sam­kvæmt hlutu þeir að hafa for­gang sem höfðu samið um slíkt og greitt á meðan aðrir sváfu. Forsprakk­ar ESB fengu ekki und­ir­tekt­ir við kröf­um um að rifta annarra manna samn­ing­um. Og það kynti und­ir hefnd­arþorst­an­um svo um munaði.“

Sárafá tilvik um blóðtappa

Davíð hefur jafnframt eftir Forsyth að tilvik blóðtappa sem gætu hugsanlega tengst AstraZeneca bóluefninu séu ótrúlega fá. Jafnframt séu leiðtogar í Evrópu í sömu andránni að hallmæla bóluefninu og heimta meira af því:

„For­syth bend­ir á „að í Par­ís hrópaði Macron for­seti að okk­ar bólu­efni stæðust ekki kröf­ur og krafðist svo þess í beinu fram­haldi að fá miklu meira af því! Því næst var blóðtöpp­um (throm­bos­is) slegið upp sem hættu­merkj­um sem rétt­lættu að hafna efn­inu!“ Hvað um að fá fram fá­ein­ar staðreynd­ir, spyr rit­höf­und­ur­inn. Til­vik fyrr­nefndra blóðtappa, segja sér­fræðing­ar, munu vera 66 þúsund á ári hverju að meðaltali eða 1.270 á viku. Þeir sem hrópuðu aðvör­un­ar­orðin vegna blóðtappa, sem ekki væri hægt að full­yrða að tengd­ust ekki AZ-bólu­efn­inu, nefndu á bil­inu 8-12 at­vik í heild! „Er ekki rétt að senda þess­um fír­um reiknistokk?“ spyr For­syth. „Þeir eru illa ryðgaðir í reikni­verk­inu. En há­st­igi nær þó heimsk­an þegar reynt er að trampa trú­verðug­leika AZ niður og heimta í sömu andrá að fá út­hlutaða miklu fleiri skammta af efn­inu til sín. Ekki er hægt að ímynda sér annað en að fram­ganga af þessu tagi verði til þess að fækka enn í sísmækk­andi hópi þeirra sem enn trúa því að Bret­ar hafi átt að halda áfram að láta þenn­an mann­skap fara með úr­slitaráð yfir bresk­um hags­mun­um,“ seg­ir höf­und­ur spennu­sagn­anna og MI6-for­ing­inn að lok­um.“

Aulagangur íslenskra stjórnvalda

Davíð segir að íslensk stjórnvöld hafi ákveðið að leggja hagsmuni sína í hendur þeirra sem hafa engan áhuga á þeim. Á hann þar við þá ákvörðun Íslendinga að fylgja bóluefnaáætlun ESB í einu og öllu og ekki freista þess að sækja bóluefni framhjá henni. Fyrir þetta fá íslenskir ráðamenn einkunnina „aular“ hjá Davíð:

„Ætla mætti að sama gilti ekki síður um fyr­ir­bær­in hér, hjá ná­grönn­un­um í norðri, sem telja að það sé enn allra meina bót að af­sala ís­lensk­um hags­mun­um til þeirra sem ekk­ert þekkja til þeirra og hafa minni en eng­an áhuga á þeim.

Og eru nú að auki als­annaðir aul­ar.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla búin að senda Trump heillaóskir

Halla búin að senda Trump heillaóskir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar