fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Eyjan

Segir að Katrín sé langhæfasti stjórnmálamaður landsins og nauðsynlegt að hún verði áfram forsætisráðherra

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 25. mars 2021 08:55

Katrín Jakobsdóttir. Mynd: Anton Brink.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Bergþórsdóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu, segir að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sé langhæfasti stjórnmálamaður landsins og óhjákvæmilegt sé að hún verði næsti forsætisráðherra, hvort sem núvrandi stjórn heldur velli eða mynduð verður vinstri stjórn með VG innanborðs.

Frá þessu segir leiðara Fréttablaðsins í dag. Kolbrún skrifar:

„Þjóðin er að stórum hluta þegar búin að gera upp við sig hvern hún vill sem forsætisráðherra. KatrínJakobsdóttir, núverandi forsætisráðherra, nýtur yfirburða trausts. Hún hefur verið einkar farsæll forsætisráðherra, sterk og ákveðin manneskja, sanngjörn og býr yfir nauðsynlegri samningalipurð.
Meira að segja þeir sem andvarpa yfir tilveru Vinstri grænna (og þeir eru ansi margir) viðurkenna flestir að enginn núlifandi stjórnmálamaður er betur til þess fallinn að gegna starfi forsætisráðherra en einmitt Katrín Jakobsdóttir. Haldi núverandi ríkisstjórn áfram veginn eftir næstu kosningar blasir við að Katrín mun verða leiðtogi þeirrar stjórnar. Verði annars konar stjórnarmynstur, en þó með Vinstri græn innanborðs, er nauðsynlegt fyrir þá ríkisstjórnarflokka að velja Katrínu sem forsætisráðherra, enda er hún langöflugasti stjórnmálamaður landsins. Annað val á forsætisráðherra myndi veikja þá stjórn til muna.“

Kolbrún segir að þetta sé sérstaklega athyglisvert í ljósi þess að traust til stjórnmálamanna sé almennt frekar lítið.

Kolbrún segir ennfremur að núverandi ríkisstjórn hafi staðið sig þokkalega og hún gæti haldið velli. Það sé „ekki sérlega ógnvekjandi tilhugsun“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur segir freistingar hjá stjórnmálafólki að breikka gjá milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar

Dagur segir freistingar hjá stjórnmálafólki að breikka gjá milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: VG út og Samfylking inn eða hrein vinstri stjórn nema miðjuflokkarnir bæti stöðu sína

Þorsteinn Pálsson: VG út og Samfylking inn eða hrein vinstri stjórn nema miðjuflokkarnir bæti stöðu sína
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum