fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Eyjan

Hart rifist um spurningu Frosta til Katrínar – „Þegar það gerist fá allir hland fyrir hjartað og fara að jarma bull“

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 25. mars 2021 17:30

Samsett mynd - Frosti Logason og Katrín Jakobsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðtal við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í útvarpsþættinum Harmageddon fyrir hádegi í dag hefur vakið gríðarlega athygli, en líkt og DV hefur fjallað um þá spurði annar þáttastjórnenda, Frosti Logason, Katrínu eldfimrar spurningar um Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra.

„Er heilbrigðisráðherra raunverulega í stakk búinn til að valda þessu verkefni?“

Hann bætti síðan við að Svandís hefði átt í erfiðleikum í sínu persónulega lífi og gaf í skyn að það hefði mikil áhrif á hennar störf en ætla má að hann sé að vísa í erfið veikindi dóttur Svandísar sem greindist með heilaæxli seint á síðasta ári. Þá lést faðir Svandísar, Svavar Gestsson, fyrrum ráðherra og sendiherra, á þessu ári.

Svar Katrínar var eftirfarandi:

„Ert þú að spyrja mig í alvöru hvort heilbrigðisráðherra geti valdið starfinu sínu? Við gætum ekki haft betri heilbrigðisráðherra en Svandísi Svavarsdóttur.“

Hægt er að lesa meira um viðtalið hér: Katrín spurð hvort Svandís væri starfi sínu vaxin – „Nei, nú ætla ég að segja stopp“

„Þjóðernisíhaldið þolir það ekki og hamast gegn henni“

Mikil umræða um þetta viðtal hefur nú skapast á samfélagsmiðlum. Fjölmiðlamaðurinn Gísli Marteinn Baldursson er á meðal þeirra sem hefur tjáð sig um málið, en í færslu á Twitter sagði hann að vinsældir Svandísar færu illa í „Þjóðernisíhaldið“ sem hamaðist því henni.

Blaðamaðurinn Jóhann Óli Eiðsson tjáði sig einnig um málið. Hann sagði að margir hefðu gefist upp í stöðu Svandísar sem héldi ótrauð áfram. Þá finnst honum spurningar um hvort Svandís valdi starfi sínu vera frekar ódýrar.

Sólborg Guðbrandsdóttir tónlistarkona, fyrirlesari og lögfræðinemi, lýsti einnig yfir stuðningi við Svandísi, og sagðist þakklát fyrir að hún væri heilbrigðisráðherra.

„Svo þegar það gerist fá allir hland fyrir hjartað og fara að jarma bull“

Einnig hafa myndast gríðarlega miklar og heitar umræður um málið í Facebook-hópnum Fjölmiðlanördar. Þar eru skiptar skoðanir á málinu, en á meðal þeirra sem tjáði sig var Jakob Bjarnar Grétarsson blaðamaður, en hann skrifaði frétt um málið á Vísi.is. Hann telur að fjölmiðlamenn séu hvað eftir annað gagnrýndir fyrir að vera ekki nægilega hvassir, en þegar það gerist verði fólk miður sín.

„Það er alltaf verið að jagast í því að fjölmiðlamenn spyrji ekki nógu hvasst. Svo þegar það gerist fá allir hland fyrir hjartað og fara að jarma bull. Virkilega góð frammistaða hjá Frosta.“

Börk­ur Gunn­ars­son, rit­höf­und­ur, leik­stjóri og blaðamaður, var á meðal þeirra sem tók til máls í fjölmiðlanördum. Hann hrósaði bæði félögunum í Harmageddon fyrir óvægnar spurningar sínar og Katrínu fyrir sín svör og heiðarleika.

„Var svo heppinn að heyra þetta viðtal í útvarpinu í bílnum í morgun. Allt í lagi að Frosti sé orðinn andstyggilegur af of mörgum mánudagsfundum með sósíalistaforingjanum Gunnari Smára. Mér fannst Katrín vaxa af þessu viðtali og Harmageddon sanna sig sem súper útvarpsþátt. Þetta var gott þríeyki að sanna sig. Harðar og óvægnar spurningar frá spyrlum er það besta sem heiðarlegt fólk eins og Katrín Jakobs fær.“

Segir spurninguna valíd en skilur svörin vel

Blaðamaðurinn Andrés Magnússon tjáði sig einnig um málið. Hans skoðun er sú að spurning Frosta sé góð og gild, sérstaklega þegar verkefni ráðherra eru jafn stór og einmitt núna. Honum finnst líklegt að Svandísi hafi verið hlíft vegna aðstæðna sinna, en segir að það ástand gangi ekki til lengdar. Andrés tekur þó líka fram að svör Katrínar séu skiljanleg.

„Þetta er alveg valíd spurning gagnvart hvaða ráðherra sem er, ef upp koma efasemdir um að þeir geti einbeitt sér að sínum störfum. Þá auðvitað enn frekar þegar svo mikið er í húfi sem nú og verkefnin aldrei stærri eða

Ég hugsa að til þessa hafi Svandísi fremur verið hlíft í fjölmiðlum vegna álags og persónulegra aðstæðna, en það segir sig sjálft að það gengur ekki að eilífu og ráðherra hefur raunar þurft að taka sér leyfi af þeim ástæðum.

Fjölmiðlafólk þekkir það líka að það getur verið ævintýralega erfitt, ómögulegt stundum, að slíta svör út úr heilbrigðisráðuneytinu um jafnvel grundvallaratriði og mjög mikilvægar ákvarðanir. Og það getur líka verið mjög erfitt að ná í ráðherrann.

Þegar upp koma efasemdir um skynsamleika stefnumótunar eða árangur, spurningar um grafalvarlega hluti eins og Landakot og fráflæðisvandann sem ekki var sinnt, þá gengur ekki að ráðherrann sé ekki til tals, nú eða hitt að fjölmiðlar kunni ekki við að spyrja sakir óhóflegrar tillitssemi.

Svo spurning Frosta er fyllilega tæk. En á sama hátt skilur maður svör Katrínar vel,“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Verður offitan Trump ofurefli?

Svarthöfði skrifar: Verður offitan Trump ofurefli?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokksins

Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokksins
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín: Einfeldni í varnarmálum ekki í boði – þurfum að rækta sambandið við Bandaríkin

Þorgerður Katrín: Einfeldni í varnarmálum ekki í boði – þurfum að rækta sambandið við Bandaríkin
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Búðu þig undir ESB kosningar

Thomas Möller skrifar: Búðu þig undir ESB kosningar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Katrín tekur við stjórnarformennsku af efnahags- og fjármálaráðherra

Katrín tekur við stjórnarformennsku af efnahags- og fjármálaráðherra