fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Eyjan

Jóhannes segir að óttinn við fölsuð bólusetningarvottorð sé óþarfur – „Og bólusettur Breti er alveg jafn bólusettur og bólusettur Þjóðverji“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 23. mars 2021 20:30

Jóhannes Þór Skúlason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir ekki ástæðu til að óttast þá ákvörðun yfirvalda að hleypa bólusettum ferðamönnum utan Schengen-svæðisins til landsins án þess að láta þá sæta sóttkví. Þetta kemur fram í nýrri grein hans á Vísir.is.

Jóhannes segir:

„Sóttvarnalæknir benti á það á dögunum að engin faraldsfræðileg rök væru fyrir því að taka ekki gild bólusetningarvottorð frá ríkjum utan Schengen alveg eins og frá ríkjum innan Schengen, og reglugerð heilbrigðisráðherra um það er byggð á ráðleggingum frá sóttvarnalækni. Ef við ætlum á annað borð að treysta bólusetningum hér á landi er engin ástæða til að treysta síður bólusetningum frá öðrum löndum. Og bólusettur Breti er alveg jafn bólusettur og bólusettur Þjóðverji.“

Jóhannes segir að vísindin styðji þá ákvörðun að taka gild bólusetningarvottorð frá ríkjum utan Schengen og það hafi verið gæfa Íslendinga í baráttunni við Covid-faraldurinn að taka mark á vísindalegum rökum.

Jóhannes segir það ranga nálgun að líta svo á að með þessari ákvörðun sé verið að taka afstöðu með ferðaþjónustunni á kostnað lýðheilsussjónarmiða. Og það séu hagsmunir okkar allra að fylgja vísindalegri ráðgjöf þegar kemur að reglusetningu varðandi Covid-19:

„Í því felast hagsmunir fyrir okkur öll en ekki bara fyrir ferðaþjónustuna sem eitthvað afmarkað mengi sem ekki snertir þjóðina. Ferðaþjónustan er ekkert annað en fólkið sem hefur af henni atvinnu og fær af henni tekjur til að halda heimili og fjölskyldu. Og virðiskeðja hennar er svo víð að þegar hún kemst aftur í gang mun allt samfélagið njóta góðs af.“

Fráleitt að fölsuðu bólusetningarvottorð verði vandamál

Jóhannes segir að það dugi að líta í eigin barm til að sjá að fráleitt sé að ferðamenn muni koma til landsins með fölsuð bólusetningarvottorð. Áhættan af þessu sé hverfandi:

„Eitt af því sem hefur komið upp í umræðunni er hræðsla við að ferðamenn muni unnvörpum falsa vottorð um bólusetningar. Það er furðuleg röksemd. Við getum bara sjálf spurt okkur þess, þegar keypt hefur verið ferð til útlanda fyrir fjölskylduna fyrir hundruð þúsunda, hvort við myndum sjálf stefna þeim peningum og fjölskyldufríinu í hættu út á að vera gripin í landamæraeftirliti erlendis með fölsuð vottorð? Yfirgnæfandi meirihluti svarar þessari spurning neitandi. Við tökum ekki þá áhættu, heldur verðum okkur frekar úti um alvöru vottorð. Það sama gildir um yfirgnæfandi meirihluta gesta okkar sem ferðast til landsins. Erlendir ferðamenn eru nefnilega ekki einhver hjörð óalandi og óferjandi svindlara, heldur bara venjulegt fólk eins og þú og ég.

Ferðamenn hafa bara neikvæða hagsmuni af því að falsa vottorð og áhættan af því er því hverfandi. Aðrir hópar hafa mögulega jákvæða efnahagslega hagsmuni af því að falsa vottorð til að komast inn í landið, t.d. þeir sem búa á Íslandi eða koma hingað vegna vinnu. Það hafa t.d. nýleg dæmi erlendis frá sýnt. Auk þess gerir krafa um framvísun neikvæðs PCR vottorðs þeim sem ferðast í gegn um þriðja land mun erfiðara fyrir að fela slóð sína.“

Grein Jóhannesar má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla búin að senda Trump heillaóskir

Halla búin að senda Trump heillaóskir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar