fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Eyjan

Inga segist sjá ljósið í enda ganganna – „Hvaða öfl­um er rík­is­stjórn­in að þjóna?“

Bjarki Sigurðsson
Laugardaginn 20. mars 2021 17:00

Inga Sæland

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefur undanfarna daga gagnrýnd áætlanir ríkisstjórnarinnar á slökunum á landamærum Íslands. Hún er sérstaklega á móti því að bólusettir utan Schengen-svæðisins fái að koma til lands án þess að fara í sóttkví. Hún óttast það að fólk komi með fölsuð vottorð til landsins.

Inga var einn viðmælanda Kastljóss í vikunni þar sem hún og Áslaug Arna, dómsmálaráðherra, tókust á vegna þessa máls. Í dag birti Inga pistil í Morgunblaðinu þar sem hún ræðir málið enn frekar.

„Við höf­um þraukað sam­an í tólf mánuði und­ir áföll­um af Covid 19. Fólkið í land­inu er búið að færa ómæld­ar fórn­ir með ein­angr­un, sam­göngu­tak­mörk­un­um og grímu­skyldu. Tæp­lega 30 manns hafa dáið ótíma­bær­um dauða vegna pest­ar­inn­ar, fjöl­mörg önn­ur hafa glímt við veik­ina og eftir­köst henn­ar, þúsund­ir setið í sótt­kví og ein­angr­un,“ segir Inga og hrósar þjóðinni fyrir að hafa sýnt mikinn sjálfsaga og samstöðu. Íslendingar hafi sýnt fram á að við getum staðið saman og gengið í takt þegar hætta steðjar að.

Inga segir síðustu tólf mánuði hafa kennt okkur að ástandið sé mjög viðkvæmt. Ekki þurfi nema einn smit til að koma af stað fjórðu bylgjunni.

„Þá myndu hvorki er­lend­ir ferðamenn né Íslend­ing­ar sjálf­ir ferðast í sum­ar. Það er al­gjör­lega loku fyr­ir það skotið að fá svör rík­is­stjórn­ar­flokk­anna um ábat­ann sem við hefðum af því að taka þá áhættu sem nú er tek­in og fel­ur í sér frek­ari til­slök­un á landa­mær­un­um. Það er eitt að setja sér mark­mið og láta sig dreyma um að vera búin að bólu­setja þjóðina fyr­ir sum­ar­vertíðina og allt annað að horf­ast í augu við staðreynd­ir.“

Flokkur fólksins fordæmir þær áætlanir að slaka á landamærum og segir Inga þær vera ótímabærar. Nú sjáum við ljósið í enda ganganna og að það sé hættulegt að fara í tilslakanir.

„Þetta snýst ekki um að vantreysta fólki sem hef­ur verið bólu­sett eða mæl­ist með mót­efni gegn veirunni. Þetta snýst um áhætt­una sem fylg­ir því að sýkt­ir ein­stak­ling­ar komi með fölsuð bólu­setn­ing­ar­skír­teini til lands­ins og or­saki fjórðu bylgju þessa and­styggðarfar­ald­urs,“ skrifar Inga og bendir á að lönd í kringum okkur eru enn að berjast á fullu við faraldurinn, til dæmis Noregur.

Hún segir það stórfurðulegt vera að heyra ráðamenn segja að líklega muni tilslakanir ekki skipta miklu máli því ferðaviljinn erlendis frá sé ekki mikill. Inga endar pistilinn á því að segja að Íslendingar séu tilbúnir að þrauka aðeins lengur.

„Þess frek­ar kalla slík svör á fleiri spurn­ing­ar, svo sem til hvers í ósköp­un­um sé þá verið að taka þessa óþarfa áhættu. Hvaða öfl­um er rík­is­stjórn­in að þjóna? Ég er sann­færð um að flest­ir lands­menn hafi verið reiðubún­ir að þrauka nokkra mánuði í viðbót þar til búið hefði verið að bólu­setja þjóðina og þannig gera okk­ur í stakk búin til að taka á móti gest­um án þess að senda fjórðu bylgju far­ald­urs­ins yfir þjóðina.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla búin að senda Trump heillaóskir

Halla búin að senda Trump heillaóskir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar