fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Eyjan

Varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vænir Hildi um vera ekki sjálf höfundur að grein sem hún birti

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 19. mars 2021 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Guðmundsson, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, skýtur föstum skotum á flokkssystur sína, Hildi Björnsdóttur, borgarfulltrúa flokksins. Ólafur vænir Hildi um að vera ekki sjálf höfundur greinar sem hún birti í Morgunblaðinu í gær.

Greinin ber heitið „Úr sveit í borg“ og þar er talað fyrir fjölbreyttari samgöngum í borginni sem mæti þörfum allra. Hildur segir meðal annars:

„Fortíðin er barn síns tíma. Framtíðin er viðfangsefnið. Reykjavíkurborg þarf að byggja á framtíðarsýn sem er aðlaðandi fyrir fjölbreytta aldurshópa. Við þurfum að varðveita sérkenni okkar en gæta þess að þróast í takt við aðrar vestrænar borgir – öðrum kosti verðum við undir í samkeppni um ungt fólk og atgervi. Við heillum ekki ungt hæfileikafólk með sextíu ára gömlum lausnum. Við þurfum að bjóða lifandi borgarumhverfi, úrval tækifæra og fjölbreytta valkosti – í frjálsu samfélagi. Við þurfum að fullþroskast úr sveit í borg.“

Ólafur er lítt hrifinn af skrifum flokkssystur sinnar og skrifar þessa athugasemd undir deilingu Hildar á greininni:

„Já, það er til gamalt máltæki sem ég held að ætti að viðhafa í þessu samhengi. „Að fortíð skal hyggja ef framtíð skal byggja“. Þessi grein sannar að það hefur ekki verið í huga þegar hún var samin, hver svo sem það gerði. Hér býr annað að baki sem hefur ekkert með samgöngur fyrir almenning að gera, enda ekki reynt að kynna sér staðreyndir og þaðan af síður kostnað og hagkvæmni fyrir þá sem eiga að borga, sem eru skattgreiðendur……“

Maður að nafni Georg Petersen tekur undir með Ólafi og skrifar: „Já, það væri sannarlega áhugavert að vita hver samdi í rauninni þessa grein!“

Jón Skaftason, eiginmaður Hildar, hefur orð á þessari afstöðu mannanna, að telja eiginkonu hans ekki vera höfund eigin skrifa. Hann skrifar í Facebook-færslu:

„Sorglegt að sjá menn sem varla ráða við einföld innlegg í athugasemdakerfi á samfélagsmiðlum halda því fram að Hildur Björnsdóttir / Borgarfulltrúi sé ekki fær um að skrifa það sem frá henni kemur sjálf. Ekki veit ég hvar þar býr að baki. Er það af því hún er kona, eða þarf maður að vera orðinn miðaldra til að mega tjá sig í rituðu máli?Ég get að minnsta kosti vottað að Hildur skrifar ekki bara hvert einasta orð sjálf, heldur leggur hún ómælda vinnu í allt sem frá henni kemur. Það skín í enda í gegn í hennar málflutningi. Rökföst og vel upplýst. Byggir mál sitt á staðreyndum og virðingu fyrir sjónarmiðum annarra. Ekki nema von að slíkt sé fálkunum framandi.“

Sakaður um ósmekkleg ummæli í kjölfar skotárásar

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem varaborgarfulltrúinn Ólafur Guðmundsson vekur athygli fyrir ummæli sín á samfélagsmiðlum. Í lok janúar var hann harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sem hann lét falla í tilefni af skotárás, er maður skaut á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Hallur Gunnar Erlingsson, fyrrverandi lögreglumaður og dæmdur barnaníðingur, er grunaður um árásina.

Ólafur skrifaði:

„Byrjaðu á sjálfum þér… Hér er afleiðing af því sem hampað hefur verið frá svokallaða hruninu 2008. Nú er byltingin komin heim og þú verður bara að taka því Hr. borgarstjóri.“

Ólafur eyddi færslunni og baðst afsökunar á henni. Var álitið að Ólafur færi í tímabundið leyfi vegna ummælanna.

Líf Magneudóttir, oddviti VG í borgarstjórn, minnir Ólaf á leyfið í umræðum undir færslu Hildar, hún segir:

„Ert þú ekki í einhvers konar leyfi? Viltu ekki bara slaka á og taka þér frí frá fb?“

Ólafur svarar Líf fullum hálsi og segir:

„Nei, ég er ekki í neinu leyfi og hef ekki tilkynnt slíkt eins og ber að gera í borgarstjórn Reykjavíkur þegar maður er kjörinn þar til starfa. Það hafa þið í meirihlutanum nýtt ykkur ótæpilega undanfarna mánuði en ekki ég. Hvergi í störfum borgarfulltrúa hef ég séð neitt um það að fólki beri að taka sér „Frí“ frá fb, hvað svo sem það þýðir í þínum huga, en hvernig sem það er sé ég enga ástæðu til þess að takmarka málfrelsi mitt af þeim óskylgreindu ástæðum. Vona bara að þú takir viljan fyrir verkið og viðhafir það sama í því sem að þér snýr, þó maður nefni ekki annað en SORPU…..“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Dýr myndi Jón Gunnarsson allur – kvalræði Sjálfstæðisflokksins ætlar engan enda að taka

Orðið á götunni: Dýr myndi Jón Gunnarsson allur – kvalræði Sjálfstæðisflokksins ætlar engan enda að taka
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Aumkunarvert að reyna að draga frambjóðendur með sér í skítinn – „Súrrealismi í boði Sjálfstæðisflokksins“

Aumkunarvert að reyna að draga frambjóðendur með sér í skítinn – „Súrrealismi í boði Sjálfstæðisflokksins“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn nær nýjum lægðum í nýrri könnun

Sjálfstæðisflokkurinn nær nýjum lægðum í nýrri könnun
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni