fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Eyjan

Sauð upp úr í Kastljósi – Segir söng Áslaugar rammfalskan – „Í almáttugs bænum, reyndu þetta ekki“

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 18. mars 2021 20:47

Samsett mynd - Skjáskot úr Kastljósi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, og Inga Sæland, þingkona Flokks Fólksins, tókust á í Kastljósþætti kvöldsins. Umræða þeirra varðaði sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda, sérstaklega hvað varðar aðgerðir á landamærum Íslands.

Áslaug hefur nú ákveðið að opna aðgang að landinu fyrir farþega utan Schengen-svæðisins, framvísi þeir bólusetningarvottorði eða eru með mótefni við veirunni. Margir hafa bent á að aðgangur að fölskum vottorðum sé mikill og auðveldur, þar á meðal Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, sem sagðist ekki hafa verið með í ráðum hvað varðar nýjustu ákvarðanir Áslaugar.

Gott er að benda á að hingað til hafi frávik ráðherra frá tilmælum sóttvarnarlæknis verið smávægileg, en umrædd ákvörðun Áslaugar er líklega stærsta undantekningin á tilmælum Þórólfs.

„Hver er eiginlegur ábati þess að flytja inn fjórðu bylgjuna?“

Inga er ósátt við hversu opin landamærin eru, en hún hefur nú um margra mánaða skeið hvatt til strangari reglna þar, enda sé Ísland í sérstakri stöðu sem eyríki. Hún telur að með frekari opnun landamæra sé verið að taka gríðarlega áhættu. Og þá hefur Hún hefur lýst ákvörðun Áslaugar sem fingri í andlit landsmanna. Í Kastljósi í kvöldi spurði Inga Áslaugu hverjir kostir þessarar opnunnar væru, og hélt því fram að „fjórða bylgjan“ myndi að öllum líkindum fylgja í kjölfarið:

„Hver er eiginlegur ábati þess að flytja inn fjórðu bylgjuna?“

Dómsmálaráðherra svaraði:

„Hverjum erum við að gefa fingurinn þegar við samþykkjum það að bólusettir einstaklingar frá Englandi, eins og Þýskalandi, geta komið? Hver er munurinn á bólusettum einstaklingi frá Bretlandi eða Þýskalandi? Afhverju ekki að gæta jafnræðis þar? Og mér finnst við frekar vera að senda fingurinn út í samfélagið og þá 25.000 einstaklinga sem eru atvinnulausir í þessu samfélagi, ef við ætlum ekki að gæta meðalhófs og fara milliveg sóttvarna og efnahagsforsenda.“

Þá sagði Áslaug að sinn póll snerist í raun og veru um það að treysta bólusetningum, þess vegna væri verið að hvetja til þess að landsmenn bólusetji sig.

Gæti keypt falskt skírteini í beinni útsendingu

Inga líkti svari Áslaugar við falskan söng:

„Þetta er alveg ótrúlegur söngur. Ég verð bara sorgmædd við að hlusta, vegna þess að mér finnst lagið vera rammfalskt.“

Hún sagði að gallinn við ákvörðun Áslaugar væri sá að ekkert samhæft kerfi væri við lýði og því væri auðveldara að koma sér inn á fölskum forsendum. Inga minntist þá á hversu auðvelt væri að kaupa falsað skírteini, og í raun gæti hún gert það í beinni útsendingu.

„Ég get farið hérna inn á vefinn, og ég get gert það hér og nú, og keypt mér svona bóluefnaskírteini á 25 dollara. Það eru óprúttnir aðilar út um allt.“

Áslaug hélt því fram að Inga væri með þessu að lýsa ákveðnu vantrausti gagnvart því fólki sem væri að vinna við það að greina fölsuð skilríki frá sönnum skilríkjum. Þegar ráðherra sagði þetta mátti sjá Ingu hrista hausinn og kvarta:

„Í almáttugs bænum, reyndu þetta ekki.“

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Dýr myndi Jón Gunnarsson allur – kvalræði Sjálfstæðisflokksins ætlar engan enda að taka

Orðið á götunni: Dýr myndi Jón Gunnarsson allur – kvalræði Sjálfstæðisflokksins ætlar engan enda að taka
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Aumkunarvert að reyna að draga frambjóðendur með sér í skítinn – „Súrrealismi í boði Sjálfstæðisflokksins“

Aumkunarvert að reyna að draga frambjóðendur með sér í skítinn – „Súrrealismi í boði Sjálfstæðisflokksins“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn nær nýjum lægðum í nýrri könnun

Sjálfstæðisflokkurinn nær nýjum lægðum í nýrri könnun
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni