fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Eyjan

40 milljóna króna sparnaður Alþingis vegna utanlandsferða

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 18. mars 2021 09:00

Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því í mars á síðasta ári hafa þingmenn ekki farið í neinar utanlandsferðir vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Með þessu hafa rúmlega 40 milljónir króna sparast. Óvíst er hvenær þingmenn og starfsmenn þingsins geta byrjað að ferðast til útlanda á nýjan leik.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag.  Haft er eftir Rögnu Árnadóttur, skrifstofustjóra Alþingis, að alþjóðasamstarf þjóðþinga fari nú allt fram í gegnum fjarfundabúnað og ekki sé vitað hvenær staðfundir alþjóðlegra þingmannasamtaka hefjist að nýju. Þróun heimsfaraldursins, framgangur bólusetninga og fleira ráði því.

Í mars á síðasta ári ákvað forsætisnefnd þingsins að fella niður vinnutengdar ferðir þingmanna og starfsfólks frá og með 17. mars út vorþingið. Ferðum á þingmannafundi og ráðstefnur var í raun sjálfhætt því allt færðist þetta yfir á rafrænt form að frumkvæði skipuleggjenda.

Morgunblaðið segir að samkvæmt upplýsingum frá Rögnu hafi ferðakostnaður, ferðir og dagpeningar, þingmanna 2020 verið tæplega 10,7 milljónir en 2019 var hann tæplega 51,9 milljónir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Dýr myndi Jón Gunnarsson allur – kvalræði Sjálfstæðisflokksins ætlar engan enda að taka

Orðið á götunni: Dýr myndi Jón Gunnarsson allur – kvalræði Sjálfstæðisflokksins ætlar engan enda að taka
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Aumkunarvert að reyna að draga frambjóðendur með sér í skítinn – „Súrrealismi í boði Sjálfstæðisflokksins“

Aumkunarvert að reyna að draga frambjóðendur með sér í skítinn – „Súrrealismi í boði Sjálfstæðisflokksins“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn nær nýjum lægðum í nýrri könnun

Sjálfstæðisflokkurinn nær nýjum lægðum í nýrri könnun
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni