fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Eyjan

Sjómenn telja sig hlunnfarna varðandi loðnuverð – Norsk skip fengu miklu hærra verð

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 17. mars 2021 07:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir að félagsmenn sambandsins fullyrði að þeir hafi fengið of lítið greitt fyrir hlut sinn á nýlokinni loðnuvertíð og bera sig þá saman við norsk loðnuskip sem veiddu loðnu í íslenskri lögsögu og lönduðu hér á landi.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Valmundi að Sjómannasambandinu þyki óeðlilegt að aðeins hafi verið greiddar um hundrað krónur fyrir kílóið af loðnu til íslensku skipanna á meðan þau norsku fengu 220 til 230 krónur. Loðnan, sem norsku skipin veiddu, hafi þar að auki ekki verið eins verðmæt og sú sem íslensku skipin veiddu. Þar á hann við að loðnan, sem norsku skipin veiddu, hafi ekki verið eins hrognfull og sú sem íslensku skipin veiddu og því ekki eins verðmæt.

„Þegar íslensku skipin byrja að veiða eru það hundrað krónur sem eru í boði. Þetta er það sem sjómennirnir segja okkur og við trúum þeim alveg. Þetta er alltof mikill munur,“ er haft eftir honum.

Hann sagði að sjómenn semji sjálfir við útgerðirnar. „Þeim er réttur pappír og sagt við þá: Hérna er verðið sem þið fáið fyrir þetta,“ sagði hann og játaði að hér sé í raun um frjálsa samninga að ræða. „En yfirleitt er þetta þannig að menn fá bara töflu um borð og svo er sagt við þá að annað hvort fái þeir þetta eða ekki neitt. Mönnum er bara stillt upp við vegg og þeir óttast örugglega í sumum tilfellum um plássið sitt,“ sagði hann einnig.

Laun áhafnarinnar eru tengd við aflaverðmæti og því er um stórt hagsmunamál að ræða. Valmundur sagði að Sjómannasambandið ætli að biðja Verðlagsstofu skiptaverðs að afla upplýsinga um þetta. „Maður vill ekki fullyrða of mikið án þess að sjá þetta svart á hvítu en þetta er það sem sjómennirnir segja okkur,“ sagði hann. Hann sagðist einnig hafa heyrt að einhverjar útgerðir hafi lofað að bæta sjómönnum þetta eftir því hvernig afurðirnar seljist þannig að þá fái sjómenn einhvern bónus ef þær seljast á hærra verði en ráð var fyrir gert.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Í gær

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“