Morgunblaðið skýrir frá þessu og hefur eftir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, að hún hafi ekki séð málefnalegar ástæður fyrir að mismuna þjóðum innan og utan Schengen og heldur ekki að hafa takmarkanir á komu bólusetts fólks frá ríkjum utan Schengen hingað til lands. Þær takmarkanir miðuðust við að hefta útbreiðslu veirunnar.
Hún sagðist ekki eiga von á neikvæðum viðbrögðum frá öðrum Schengenríkjum og benti á að Kýpur hafi gert álíka samning við Ísrael án þess að athugasemdir hafi verið gerðar.
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, sagði að um skynsamlega og hugaða ákvörðun væri að ræða hjá ríkisstjórninni og það verði að hrósa henni fyrir það.