fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Eyjan

Hættulegt að banna djamm? – Aðalheiður útskýrir hvers vegna

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 17. mars 2021 11:00

Aðalheiður Ámundadóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þótt réttur unga fólksins til að djamma fram á rauða nótt teljist í hugum margra til léttvægra réttinda, er, þegar nánar er að gáð, um algert grundvallarmál að ræða. Samfélag sem leyfir ekki djamm er ekki frjálst samfélag,“ segir Aðalheiður Ámundadóttir, fréttastjóri Fréttablaðsins, í leiðara blaðsins í dag. Aðalheiður vekur þar athygli á því að traust fólk til opinberra stofnana og valdhafa hér á landi hefur snaraukist í réttu hlutfalli við auknar samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldurins. Aðalheiður bætir um betur hvað varðar hætturnar við djammbann og segir:

„Í slíku samfélagi er tjáning ekki óheft, skoðanir ekki frjálsar og viðskiptafrelsi ekki við lýði. Í slíku samfélagi lærir unga kynslóðin undirgefni, kúgun og ótta við yfirvöld. Það mun hafa áhrif á hana langt fram á fullorðinsár og breyta samfélaginu til hins verra um langa framtíð.“

Núna á tímum samkomutakmarkana hefur traust á lögreglu, dómstólum og alþingi aukist. Traust til heilbrigðisráðherra, Svandísar Svavarsdóttur, jókst eftir að hún undirritaði reglugerðir um takmarkað ferðafrelsi. Þá sýna nýlega kannanir að samkomutakmarkanir njóta stuðnings yfir 90% landsmanna.

Aðalheiður segist ekki setja sig upp á móti samkomutakmörkunum og hún skilur að þjóðin sé ánægð með hvernig tekist hefur til í baráttunni við faraldurinn. Frelsisskerðingin sé hins vegar fordæmalaus og hana megi ekki festa í sessi:

„…umburðarlyndið gagnvart þeirri fordæmalausu frelsisskerðingu borgaranna sem gilt hefur í heilt ár er uggvænlega mikið og eðlilegt að fylgismenn mannréttinda hafi af því töluverðar áhyggjur, enda hefðu fáir trúað því fyrir ári að þjóðin myndi taka slíkum mannréttindaskerðingum svo fagnandi sem raun ber vitni.“

Aðalheiður segir enn fremur:

„Faraldurinn er ekki tækifæri til að herða tökin eða skerða athafnafrelsi fólks til frambúðar. Grípi forsjárhyggjufólk tækifærið í þessu sérkennilega andrúmslofti hlýðni og undirgefni er voðinn vís, jafnvel þótt það líti svo á að um skynsamlegar ráðstafanir sé að ræða.“

Svo er að skilja á fréttastjóra Fréttablaðsins að hún óttist að forsjárhyggjufólk muni freista þess að festa djammbann í sessi eftir að faraldrinum lýkur. Þjóðfélagsleg nauðsyn sé að unga fólkið skynji að það sé frjálst:

„Ef okkur er annt um akademískt frelsi fræðimanna, stjórnmálafrelsi, viðskiptafrelsi, kosningarétt og önnur mikilsverð mannréttindi, hleypum við djömmurunum á galeiðuna um leið og það er öruggt og ekki degi síðar. Því þegar þessu er lokið þarf unga kynslóðin að vita og finna í hjarta sér að hún sé frjáls.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Helga Vala segir stórri spurningu ósvarað hvað varðar styrkjamál Flokks fólksins – „Er það ekki ögn sérstakt?“

Helga Vala segir stórri spurningu ósvarað hvað varðar styrkjamál Flokks fólksins – „Er það ekki ögn sérstakt?“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Wolt í samstarf við Domino´s

Wolt í samstarf við Domino´s
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorgerður Katrín: Ég mun flytja skrifstofu utanríkisráðherra út á land – jarðtengingin er svo mikilvæg

Þorgerður Katrín: Ég mun flytja skrifstofu utanríkisráðherra út á land – jarðtengingin er svo mikilvæg
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“