fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Eyjan

Loka hluta Laugavegar varanlega fyrir bílaumferð – Ásgeir Bolli sakar borgina um mannréttindabrot

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 12. mars 2021 08:55

Frá Laugavegi. Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur hefur samþykkt að Laugavegur á milli Frakkastígs og Klapparstígs verði gerður að varanlegri göngugötu. Það sama á við Vatnsstíg frá Laugavegi að Hverfisgötu. Um leið verður allt yfirborð gatnanna endurnýjað.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að fulltrúar meirihlutans hafi bókað að tillagan væri í samræmi við stefnu borgarstjórnar frá því í september 2018 um að gera Laugaveg að varanlegri göngugötu allt árið. „Hér er verið að samþykkja annan áfanga sem nær yfir Laugaveg frá Klapparstíg að Frakkastíg auk Vatnsstígs,“ bentu þeir á.

Tveir af þremur fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í ráðinu greiddu atkvæði gegn tillögunni en sá þriðji sat hjá. Áheyrnarfulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins bókuðu andmæli við tillöguna.  Fulltrúi Miðflokksins sagði ákvörðunina vera verulega íþyngjandi fyrir rekstraraðila sem hafi þurft að þola mikið tap vegna götulokana. Hann sagði jafnframt að Miðbæjarfélagið hafi bent á að borgin væri að brjóta meðalhófsreglu og rannsóknarreglu. „Þrátt fyrir þessi sterku lögfræðirök heldur borgin áfram að böðlast á rekstraraðilum,“ bókaði hann.

Meðal þeirra fjölmörgu sem sendu inn athugasemdir vegna málsins var Miðbæjarfélagið sem sagði að mál væri til komið að borgaryfirvöld hlusti á þá sem hafi rekið fyrirtæki áratugum saman í miðborginni og að raunverulegt samráð verði um leiðir til að efla atvinnulíf og um leið mannlíf í miðborginni. 26 fyrirtæki skrifa undir þetta.

Lögmaður Ásgeirs Bolla Kristinssonar, sem hóf verslunarrekstur á Laugavegi 1976 með tískufataversluninni Sautján, sendi inn athugasemdir fyrir hönd Bolla. „Með því að þverbrjóta fyrirheit sín og ráðast í lokanir gatna og stórfellda fækkun bílastæða hafa borgaryfirvöld gengið á stjórnarskrárvarin mannréttindi umbjóðanda míns,“ segir í bréfi lögmannsins sem segir að Ásgeir Bolli eigi bæði Laugaveg 89 og 19 þar sem hann búi.

Umhverfis- og skipulagssvið segir hins vegar að með þessu sé verið að gera Laugavegi hátt undir höfði sem verslunargötu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: EES-réttindi eða tjörukagga Þorgeirs Hávarssonar?

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: EES-réttindi eða tjörukagga Þorgeirs Hávarssonar?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Marta er ítrekað spurð „Hefur þú ekkert að gera?” – Raunin er önnur

Marta er ítrekað spurð „Hefur þú ekkert að gera?” – Raunin er önnur