fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Eyjan

Jón Steinar skorar á Rósu og Þórhildi

Bjarki Sigurðsson
Fimmtudaginn 11. mars 2021 10:00

Rósa Björk, Jón Steinar og Þórhildur Sunna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður, hefur verið mikið í umræðunni seinustu daga eftir að Áslaug Arna, dómsmálaráðherra, réði hann í verkefni er varðar styttingu málsmeðferðartíma í refsivörslukerfinu. Ekki voru allir sáttir með þessa ráðningu og hafa aðilar talað opinberlega gegn þessari skipun ráðherra, þar á meðal Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Samfylkingarinnar, og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata.

Jón Steinar birti pistil í Fréttablaðinu í dag vegna þessa máls. Hann segir alla gagnrýni á sig vera byggða á misskilningi.

„Taldi Rósa Björk að dómsmálaráðherra hefði „hent kaldri tusku“ framan í almenning með því að fá mér þetta verkefni,“ skrifar Jón Steinar en Rósa sagði tuskuna vera sérstaklega kalda þar sem daginn áður en ráðningin var gerð opinber, lögðu níu íslenskar konur fram kærur til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna málsmeðferðar íslenska réttarkerfisins þar sem þær kærðu nauðganir og önnur kynferðisafbrot en málin felld niður og segir hún að Jón Steinar hafi tekið afstöðu í langflestum tilvika með gerendum í kynferðisafbrotamálum en ekki þolendum.

„Þórhildur Sunna taldi mig hafa tekið ámælisverða afstöðu með því að hvetja þolendur afbrota til að fyrirgefa dæmdum brotamanni fremur en að hatast við hann til frambúðar. Það var eins og hún teldi mig hafa sagt þetta í þágu brotamanns en ekki þolendanna,“ segir Jón en hann bætir við að það hafi verið misskilningur hjá Þórhildi.

Hann segir fólk hafa notað persónu sína til að ráðast á dómsmálaráðherra og að í gegnum þessari árásir skíni hreinn misskilningur eða útúrsnúningur á skoðunum hans á afbrotum á þessu sviði.

Nú hefur Jón Steinar óskað eftir því að Rósa og Þórhildur mæti sér á opnum fundi til að ræða þessar árásir á Jón og tilefni þeirra. Hann vill að gætt sé til jafnræðis á fundinum og er því tilbúinn að ræða fundarstað, fundartíma og fyrirkomulag á umræðum við þær Rósu og Þórhildi. Hann stingur upp á því að Aðalheiður Ámundadóttir, fréttastjóri Fréttablaðsins, verði fundarstjóri en hann telur hana hafa samúð með þingkonunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Helga Vala segir stórri spurningu ósvarað hvað varðar styrkjamál Flokks fólksins – „Er það ekki ögn sérstakt?“

Helga Vala segir stórri spurningu ósvarað hvað varðar styrkjamál Flokks fólksins – „Er það ekki ögn sérstakt?“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Wolt í samstarf við Domino´s

Wolt í samstarf við Domino´s
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorgerður Katrín: Ég mun flytja skrifstofu utanríkisráðherra út á land – jarðtengingin er svo mikilvæg

Þorgerður Katrín: Ég mun flytja skrifstofu utanríkisráðherra út á land – jarðtengingin er svo mikilvæg
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“