fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Eyjan

Svona er samningur Áslaugar Örnu við Jón Steinar – 17.000 kall á tímann

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 10. mars 2021 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sú ákvörðun Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra að gera samning við Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmann og fyrrverandi hæstaréttardómara, um ráðgjöf varðandi endurbætur á réttarkerfinu, hefur vakið mjög harða gagnrýni. Jafnréttissamtök og einstaklingar mótmæltu ákvörðuninni í gær vegna umdeildra skoðana Jóns Steinars á kynferðisbrotamálum. Í viðtali við DV sagðist Jón Steinar vera umdeildur vegna skoðana sem honum séu gerðar upp.

Sjá einnig: Jón Steinar segir að sér séu gerðar upp skoðanir – „Ég hef mikla skömm á kynferðisbrotum“

DV hefur samning dómsmálaráðuneytisins við lögmannastofu Jóns, JSG-lögmenn, undir höndum. Þar segir að verkefnið sé enn í mótun, en það felist í „greiningu málsmeðferðartíma í refsivörslukerfinu, allt frá því rannsókn lögreglu hefst og að upphafi afplánunar, auk viðbragða af ýmsu tagi sem miða að því að stytta þennan tíma. Unnið er samhliða að ólíkum verkþáttum s.s. styttingu boðunarlista Fangelsismálastofnunar og greiningu á málsmeðferðartíma og einstökum lagabreytingum.“

Í fyrstu er samið um 100 klukkustundir og á Jón Steinar að skila þeirri vinnu í febrúar, mars og apríl 2021. Greiddar eru 17.000 krónur á klukkustund sem þýða þá 1,7 milljónir króna fyrir 100 klukkustundir. Við það bætist virðisaukaskattur.

Ekki er sagt til um framhald samstarfsins en orðalagið virðist fela í sér að þetta sé aðeins fyrsti áfangi og verkefnið gæti haldið áfram. Ekki verður í þessum áfanga greitt fyrir meira en 100 klukkustundir nema að skriflegs samþykkis ráðuneytisins sé aflað fyrirfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Fullkomin samheldni og skýr sýn á verkefnin – ekki veikan hlekk að finna í ríkisstjórninni

Guðmundur Ingi Kristinsson: Fullkomin samheldni og skýr sýn á verkefnin – ekki veikan hlekk að finna í ríkisstjórninni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata
Eyjan
Fyrir 1 viku

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris