fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Eyjan

Lilja tapaði og brot hennar stendur óhaggað

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 5. mars 2021 13:49

Lilja Alfreðsdóttir. Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfu Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra um að ógilda úrskurð kærunefndar jafnréttismála vegna ráðningar ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytið.

Kærunefnd komst að þeirri niðurstöðu að Lilja hefði brotið gegn jafnréttislögum þegar hún réð Pál Mágnússon sem ráðuneytisstjóra árið 2019.

Kærunefnd mat að Hafdís Helga Ólafsdóttir, sem einnig sótti um starfið, hafi verið Páli hæfari og ekki hefði tekist að sýna fram á að aðrar ástæður en kynferði hafi legið því til grundvallar að velja karlmanninn Pál fremur en konuna Hafdísi.

Páll var lengi virkur í Framsóknarflokknum, flokki Lilju, og hafði meðal ananrs starfað sem aðstoðarmaður ráðherra og bæjarritari Kópavogs.

Lilja ákvað að kæra niðurstöðu jafnréttisnefndar en til þess þurfti hún að stefna Hafdísi, en það vakti nokkra athygli að ráðherra færi í mál gegn einstakling sem hið opinbera hefði þar að aukið brotið á samkvæmt úrskurði kærunefndar. En um enga aðra leið var að ræða fyrir Lilju til að freista þess að fá úrskurðinum hnekkt. Úr þessu hefur nú verið bætt með lagabreytingu og framvegis verður hægt að höfða mál gegn kærunefndinni sjálfri.

Taldi Lilja að lagalegur annmarki væri á úrskurði kærunefndarinnar og þyrftu dómstólar að fella efnislegan dóm um málið.

En Héraðsdómur hefur hafnað því að um annmarka hafi verið að ræða og úrskurður kærunefndar stendur því óhreyfður.

Þar að auki þarf ríkið að greiða málskostnað Hafdísar, alls 4,5 milljónir króan.

Fyrst var greint frá málinu hjá RÚV  

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur segir freistingar hjá stjórnmálafólki að breikka gjá milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar

Dagur segir freistingar hjá stjórnmálafólki að breikka gjá milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: VG út og Samfylking inn eða hrein vinstri stjórn nema miðjuflokkarnir bæti stöðu sína

Þorsteinn Pálsson: VG út og Samfylking inn eða hrein vinstri stjórn nema miðjuflokkarnir bæti stöðu sína
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum