fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Eyjan

Hannes hjólar í lögreglustjóra – „Eitthvað að embættismönnum, sem er ekki hægt að hringja í án þess að þeir hlaupi með það í fjölmiðla“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 1. mars 2021 14:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði og að margra mati einn helsti hugmyndafræðingur Sjálfstæðiflokksins, fer hörðum orðum um Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra, í umræðum á Facebook um helgina.

Umræðurnar eiga sér stað á Facebook-síðu Einars Steingrímssonar stærðfræðings, sem deilir frétt um viðtal við Bergþóru í Silfrinu um helgina. Halla sagðist þar ekki geta svarað spurningum um símtal hennar og dómsmálaráðherra á aðfangadag þar sem málið væri komið til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.

Frétt RÚV í síðustu viku um símtalið vakti mikla athygli. Tilefnið var færsla í dagbók lögreglunnar sem send var venju samkvæmt til fjölmiðla. Þar sagði að „háttvirtur ráðherra“ hefði verið á meðal gesta í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu, þangað sem lögregla var send vegna mögulegra brota á sóttvarnareglum.

Óvenjulegt er og ekki samkvæmt vinnureglum að persónugreinanlegar upplýsingar séu í dagbók lögreglu. Af því tilefni hringdi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra í lögreglustjóra og spurði út í upplýsingagjöf lögreglu til fjölmiðla.

Mjög er deilt um hvort þetta símtal Áslaugar hafi verið eðlilegt eða hvort það flokkist undir óeðlileg afskipti framkvæmdavaldsins af lögregluembættinu.

Hannes telur að símtal Áslaugar hafi verið fyllilega eðlilegt en hins vegar hafi verið ófaglegt af lögreglustjóra að leka upplýsingum um símtalið til fjölmiðla. Segir hann engum öðrum til að dreifa um hvaðan RÚV hafi fengið upplýsingar um símtalið. Hannes ritar:

„Hún er augljóslega ekki starfi sínu vaxin. Það var hún, sem sagði frá samtali sínu við dómsmálaráðherra, sem var bundið trúnaði, þótt auðvitað væri ekkert athugavert við það, að ráðherrann gerði athugasemd við eða spurðist fyrir um, að einhver fugl hjá lögreglunni setti í dagbókarfærslu persónugreinanlegar upplýsingar, sem hann mátti ekki gera samkvæmt starfsreglum, af meinbægni gegn formanni Sjálfstæðisflokksins. Það er ekki hægt að treysta henni.“

Hannes hnykkir á skoðunum sínum og segir að Halla valdi ekki starfinu. Þá sakar hann lögreglumanninn sem skrifaði tilkynninguna um meinfýsni:

„Þessi kona veldur augljóslega ekki starfi sínu. Auðvitað er hún heimildin að samtalinu. Það var ekkert að samtalinu. En það er eitthvað að lögreglumönnum, sem senda af meinfýsni persónugreinanlegar upplýsingar til fjölmiðla og brjóta með því reglur. Og það er eitthvað að embættismönnum, sem er ekki hægt að hringja í án þess að þeir hlaupi með það í fjölmiðla.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Helga Vala segir stórri spurningu ósvarað hvað varðar styrkjamál Flokks fólksins – „Er það ekki ögn sérstakt?“

Helga Vala segir stórri spurningu ósvarað hvað varðar styrkjamál Flokks fólksins – „Er það ekki ögn sérstakt?“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Wolt í samstarf við Domino´s

Wolt í samstarf við Domino´s
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorgerður Katrín: Ég mun flytja skrifstofu utanríkisráðherra út á land – jarðtengingin er svo mikilvæg

Þorgerður Katrín: Ég mun flytja skrifstofu utanríkisráðherra út á land – jarðtengingin er svo mikilvæg
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“