fbpx
Sunnudagur 12.janúar 2025
Eyjan

Segir nikótínpúða ræna ungmenni heilsunni – „Álíka mikið nikótín og í þremur sígarettum“

Bjarki Sigurðsson
Föstudaginn 26. febrúar 2021 10:00

Lára Sigurðardóttir, læknir Mynd: Stefán

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lára G. Sigurðardóttir, læknir, birti pistil í dag í Fréttablaðinu um nikótínpúða og skaðsemi þeirra, þá sérstaklega þegar börn fara að neyta þeirra. Lagasetningin sem til er um þessa púða er ekki virt og því getur hver sem er selt þá, en notkun þeirra hefur aukist meðal flest allra aldurshópa hér á landi upp á síðkastið. Lára líkir nikótínpúðum við hringinn í Hringadróttinssögu.

„Hringurinn í Hringadróttinssögu hafði þá dökku hlið að gera alla þá sem hann snertu að þrælum sínum. Töfrar hringsins breyttu hugsun þeirra sem handfjötluðu hann. Nú dreifist um byggðina djásn með álíka álög og hringurinn. Í stað þess að setja neyðarlög til að vernda heilsu barna þá hafa nikótínpúðar fengið að hneppa ungdóminn í álög. Mikið er í húfi því nikótín rænir ungmennin heilsunni,“ skrifar Lára en hún segir að miðað við fyrri reynslu myndi það gera lítið að fella nikótínpúða undir lög um rafsígarettur því að hennar sögn brjóta söluaðilar þessi lög í gríð og erg.

Lára rifjar upp nokkrar staðreyndir um nikótín og notar þær til að leggja áherslu að það eigi ekkert erindi til barna. Til dæmis var nikótín notað sem skordýraeitur áður en það var bannað sem slíkt en flokkast í dag sem ávanabindandi eiturefni.

„Nikótín breytir taugatengingum í ófullþroska heila sem ýtir undir skapgerðarbreytingar, hvatvísi og hömluleysi, ásamt því að valda einbeitingarleysi og skerða lærdómsgetu. Nikótín minnkar svefngæði sem er m.a. mikilvæg fyrir tilfinningaúrvinnslu og framleiðslu vaxtarhormóna,“ segir Lára og bendir á að barn getur fengið fráhvarfseinkenni allt að 15 sinnum á dag vegna nikótínneyslu. Þau fráhvörf valda meðal annars vanlíðan, óróleika, eirðarleysi, pirringi og fleira.

Sömu fyrirtæki og framleiða sígarettur eru á bak við þessa nikótínpúða og vitum við að þessi fyrirtæki eru ekki beint með heilsu fólks í fyrirrúmi. Lára segir þau bjóða upp á nammibar með nikótíni. Þau vita að þegar þau ná að gera aðila háðan þá séu þau komin með viðskiptavin fyrir lífstíð en sumir nikótínpúðar eru með álíka nikótín og þrjár sígarettur. Hún endar pistilinn á að minna á hver þurfi að taka ábyrgð til að takmarka aðgengi að nikótínpúðum.

„Munum að ekkert barn ætlar sér að ánetjast nikótíni. Fíknin byrjar venjulega sem fikt, líkt og endurspeglast í tilvitnuninni að ofan. Við þurfum að taka ábyrgð, bæði foreldrar og kjörnir leiðtogar í þessu samfélagi, með því að knýja fram takmarkanir á aðgengi nikótíns,“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Útgáfa ríkisvíxla ryksugar markaðinn og keyrir upp vexti – betra fyrir alla ef ríkið tæki erlent lán

Útgáfa ríkisvíxla ryksugar markaðinn og keyrir upp vexti – betra fyrir alla ef ríkið tæki erlent lán
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir fréttir af fylgistapi Flokks fólksins stórlega ýktar því Maskína og fjölmiðlar gleymi mikilvægri staðreynd

Segir fréttir af fylgistapi Flokks fólksins stórlega ýktar því Maskína og fjölmiðlar gleymi mikilvægri staðreynd
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bjarni hættir sem formaður Sjálfstæðisflokksins og tekur ekki sæti á þingi

Bjarni hættir sem formaður Sjálfstæðisflokksins og tekur ekki sæti á þingi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Íbúar í áfalli og vilja fella ferlíkið – „Valdníðslan“ sérlega óprúttin í ljósi þess hverjir búa við Árskóga

Íbúar í áfalli og vilja fella ferlíkið – „Valdníðslan“ sérlega óprúttin í ljósi þess hverjir búa við Árskóga
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Stöðvið bruðlið, segir þjóðin

Orðið á götunni: Stöðvið bruðlið, segir þjóðin
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Stefán Einar besta valið í formannsstól Sjálfstæðisflokksins – „Ég myndi setja allan peninginn minn undir“

Segir Stefán Einar besta valið í formannsstól Sjálfstæðisflokksins – „Ég myndi setja allan peninginn minn undir“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Katrín Jak gerir upp árið – „Svo sannarlega má segja um þetta ár að það hafi markað tímamót“

Katrín Jak gerir upp árið – „Svo sannarlega má segja um þetta ár að það hafi markað tímamót“