fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Eyjan

15 glæpahópar starfa hér á landi – Aukin framlög til lögreglunnar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 26. febrúar 2021 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér á landi starfa 15 skipulagðir glæpahópar að mati lögreglunnar. Skipulögð brotastarfsemi hefur færst mjög í aukana á síðust árum. Þessir glæpahópar og félagar í þeim eru af ýmsum þjóðernum og starfa flestir bæði hér á landi og erlendis. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að brugðist hafi verið við þessu og boðar frekari aðgerðir og fjárframlög vegna þessa. Sérstöku 350 milljóna króna framlagi í löggæslusjóð verður veitt til eflingar lögreglunni á þessu sviði.

Þetta kemur fram í grein sem Áslaug skrifar í Morgunblaðið í dag. Þar segir hún að ekki dugi að horfa eingöngu á glæpastarfsemina því margir glæpahópanna stundi einnig löglegan rekstur til að þvo illa fengið fé eða til að stuðla að enn frekari afbrotum.

„Miklar framfarir hafa einnig orðið á lagaumgjörð og framkvæmd í tengslum við aðgerðir gegn peningaþvætti, sem er órjúfanlegur hluti hvers kyns glæpastarfsemi. Síðastliðið haust fól ég ríkislögreglustjóra að efla samstarf og samhæfingu innan lögreglu í því skyni að vinna markvisst gegn skipulagðri brotastarfsemi,“ segir Áslaug og bætir við að nauðsynlegt sé að samnýta mannafla og búnað lögregluembættanna og auka skilvirkni á þessu sviði.

Hún segir að lögreglan verði að hafa þekkingu og getu til að takast á við umfangsmikil, flókin og þaulskipulögð mál.

Hún nefnir einnig að sérstakur stýrihópur hafi undanfarna mánuði unnið ötullega að samhæfingu aðgerða, auknu samstarfi lögregluembætta, alþjóðlegri samvinnu og samstarfi við önnur stjórnvöld og stofnanir. Í þessum stýrihópi eru fulltrúar stærstu lögregluembættanna en þau hafa skuldbundið sig til að setja þennan málaflokk í forgang og verja til þess nauðsynlegum mannafla og búnaði segir Áslaug.

Hún segir einnig að ríkislögreglustjóri hafi sett verklagsreglur um samvinnu og samstarf lögreglunnar um aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi. Einnig bendir hún á að 350 milljónum hafi verið ráðstafað í sérstakan löggæslusjóð til að efla lögregluna í aðgerðum gegn skipulagðri brotastarfsemi. Nú sé búið að þarfagreina og forgangsraða hvaða búnaði er þörf á til slíkra rannsókna.

„Brýnt er að íslenska lögreglan – og í raun íslenska réttarkerfið – hafi burði, getu og þekkingu til að takast á við þau flóknu verkefni sem við blasa í harðnandi heimi skipulagðrar glæpastarfsemi. Viðfangsefnin eru fjölbreytt og eftir tilvikum flókin. Þetta er verkefni sem verður að nálgast af alvöru og festu, það er það sem við erum að gera – ekki aðeins til skemmri tíma heldur einnig þegar til lengri tíma er litið,“ segir Áslaug í niðurlagi greinar sinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Aumkunarvert að reyna að draga frambjóðendur með sér í skítinn – „Súrrealismi í boði Sjálfstæðisflokksins“

Aumkunarvert að reyna að draga frambjóðendur með sér í skítinn – „Súrrealismi í boði Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: EES-réttindi eða tjörukagga Þorgeirs Hávarssonar?

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: EES-réttindi eða tjörukagga Þorgeirs Hávarssonar?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir örgustu öfugmæli

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir örgustu öfugmæli
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Stefnir í „taktískar“ kosningar eins og í forsetakosningunum í sumar?

Orðið á götunni: Stefnir í „taktískar“ kosningar eins og í forsetakosningunum í sumar?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kosningaþáttur Eyjunnar: Milljarðar í snobbpartí og lúxus fyrir ráðuneyti og Seðlabankann en fólk hefur ekki þak yfir höfuðið

Kosningaþáttur Eyjunnar: Milljarðar í snobbpartí og lúxus fyrir ráðuneyti og Seðlabankann en fólk hefur ekki þak yfir höfuðið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Jóhannes Loftsson skrifar: Segjum frá!

Jóhannes Loftsson skrifar: Segjum frá!