fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Starfsfólk utanríkisþjónustunnar flutt yfir hálfan hnöttinn í bólusetningu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 25. febrúar 2021 12:45

Húsnæði utanríkisráðuneytisins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hluti af starfsfólki utanríkisráðuneytisins á erlendri grundu kemur heim til Íslands í bólusetningu gegn kórónuveirunni. Þetta á við um það starfsfólk sem getur ekki fengið bólusetningu í löndunum sem það starfar í og talið er brýnt að það geti varist veirunni til að geta sinnt starfi sínu.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að reiknað sé með að starfsfólk ráðuneytisins í Úganda, Rússlandi, Indlandi, Malaví og Kína komið hingað til lands í bólusetningu, það er að segja þeir sem ekki hafa þegar fengið COVID-19. Örfáir starfsmenn, með starfsstöðvar í Rússlandi og Afríku, hafa nú þegar farið í bólusetningu hér á landi.

Eftir bólusetningar verða allir útsendir starfsmenn ráðuneytisins í Afríku með mótefni gegn veirunni, annað hvort vegna bólusetningar eða afstaðinna veikinda. Þá eru 12 manns, starfsfólk og fjölskyldur þeirra, eftir og verður metið sérstaklega í hverju tilfelli hvort fólkið verður kallað hingað til lands til að fara í bólusetningu. Verður þá miðað við aldur, heilsufar, aðstæður í starfslöndum fólksins og bólusetningardagatalið hér á landi. Flestir úr þessum hópi starfa í Kína en þar er staðan nokkuð góð í tengslum við faraldurinn og segir Morgunblaðið að meiri áhætta fylgi því í raun fyrir fólkið að ferðast hingað til lands í bólusetningu eins og staðan er núna.

Almennt er starfsfólk utanríkisþjónustunnar og fjölskyldur þess bólusett í þeim ríkjum þar sem það starfar en það er háð því að þar séu í boði bóluefni sem Lyfjastofnun Evrópu hefur samþykkt eða Lyfjastofnun Íslands og að gistiríkið bjóði erlendum stjórnarerindrekum upp á bólusetningu.

Hjá ráðuneytinu er það metið sem svo að það sé ódýrari kostur að flytja fólk hingað til lands í bólusetningu en að það veikist í gistiríkinu og þá þurfi jafnvel að flytja það hingað til lands eða annars lands til sjúkrahúsvistar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá
Eyjan
Í gær

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“